Lýsing á átta þrepum EQF
Hvert og eitt af átta EQF þrepunum er skilgreint með lýsingu á þeim hæfniviðmiðum sem eiga við hæfni á því þrepi í öllum menntakerfum.
Hæfniviðmiðin er skilgreindur út frá:
Þekkingu: Í samhengi við EQF, þá er þekkingu lýst sem fræðilegri og/eða þekkingu á staðreyndum
Færni: Í samhengi við EQF, þá er færni lýst sem hugrænni (felur í sér rökhugsun, innsæi og skapandi hugsun) og hagnýtri (felur í sér handlagni og notkun aðferða, efna, verkfæra og tækja).
Ábyrgð og sjálfstæði: Í samhengi við EQF, þá er ábyrgð og sjálfstæði lýst sem hæfni nemandans til að beita þekkingu og færni á sjálfstæðan hátt og af ábyrgð
Þekkingu | Færni | Ábyrgð og sjálfstæði |
Almenn grunnþekking | Grunnfærni nauðsynleg til að framkvæma einföld verkefni | Að vinna eða læra undir beinni handleiðslu á formfastan hátt |
Þekkingu | Færni | Ábyrgð og sjálfstæði |
Grunnþekking á staðreyndum starfs- eða fræðasviðs | Hugræn eða hagnýt grunnfærni sem þarf til að nota viðeigandi upplýsingar til að framkvæma verkefni og leysa regluleg verkefni með einföldum reglum og verkfærum | Að vinna eða læra undir handleiðslu með nokkru sjálfstæði |
Þekkingu | Færni | Ábyrgð og sjálfstæði |
Þekking á staðreyndum, ferlum og almennum hugtökum á starfs- eða fræðasviði | Margvísleg hugræn eða hagnýt færni nauðsynleg til að framkvæma verkefni og leysa vandamál með því að velja og beita grunnaðferðum, verkfærum, efnum og upplýsingum. | Bera ábyrgð á að ljúka verkefnum í vinnu eða námi; laga eigin hegðun að aðstæðum þegar vandamál eru leyst |
Þekkingu | Færni | Ábyrgð og sjálfstæði |
Fræðileg þekking og þekking á staðreyndum í víðu samhengi á starfs- eða fræðasviði | Margvísleg hugræn eða hagnýt færni nauðsynleg til þess að framkalla lausnir við ákveðnum vandamálum á starfs- eða fræðasviði | Að beita sjálfsstjórn innan viðmiðunarramma starfs eða náms sem er venjulega fyrirsjáalegur en getur tekið breytingum; Hafa umsjón með reglulegri vinnu annarra, bera nokkra ábyrgð á mati og endurbótum á starfsemi innan vinnu eða í námi |
Þekkingu | Færni | Ábyrgð og sjálfstæði |
Yfirgripsmikil, sérhæfð, fræðileg þekking og þekking á staðreyndum á starfs- eða fræðasviði og meðvitund um mörk þeirrar þekkingar. | Yfirgripsmikil hugræn eða hagnýt færni nauðsynleg til að þróa skapandi lausnir við óhlutstæðum vandamálum | Beita stjórnun og eftirliti í samhengi við starfsemi vinnu eða náms þar sem ófyrirsjáanlegar breytingar geta átt sér stað; Yfirfara og þróa eigin frammistöðu sem og annarra |
Þekkingu | Færni | Ábyrgð og sjálfstæði |
Háþróuð þekking á starfs- eða fræðasviði, sem felur í sér gagnrýninn skilning á kenningum og meginreglum | Háþróuð færni sem sýnir fram á mikla leikni og nýsköpun sem þarf til að leysa flókin og ófyrirsjáanleg vandamál á sérhæfðu starfs- eða fræðasviði. | Stjórna flóknum tæknilegum eða sérhæfðum verkefnum, bera ábyrgð á ákvarðanatöku samhengi við ófyrirsjáanlega vinnu eða nám; Bera ábyrgð á að stjórna starfsþróun einstaklinga og hópa |
Þekkingu | Færni | Ábyrgð og sjálfstæði |
Mjög sérhæfð þekking, sem er sum hver í fremstu röð þekkingar á starfs- eða fræðasviði, sem grundvöllur fyrir frumlega hugsun og/eða rannsóknir; Gagnrýnin hugsun á þekkingu á sviði ákveðinna málefna og þekkingu sem tengist ólíkum sviðum | Sérhæfð hæfni til að leysa vandamál sem þarf í rannsóknum og/eða nýsköpun til að þróa nýja þekkingu og verklag og samþætta þekkingu frá mismunandi sviðum | Stjórna eða umbreyta vinnu eða námi í flóknu samhengi, sem er ófyrirsjáanleg og krefst nýrrar stefnumótunar; Bera ábyrgð og stuðla að mótun sérfræðiþekkingar og reynslu og/eða endurmeta frammistöðu teyma. |
Þekkingu | Færni | Ábyrgð og sjálfstæði |
Þekking á fremstu mörkum starfs- eða fræðasviðs og á snertiflötum mismunandi sviða | Fullkomnasta og sérhæfðasta færnin og tæknin, þar með talið nýmyndun og stöðumat, sem þarf til að leysa mikilvæg vandamál við rannsóknir og/eða nýsköpun og til að víkka út og endurskilgreina núverandi þekkingu og starfshætti | Geta sýnt fram á hátt stig stjórnunar, nýsköpun, sjálfstæðis, fræðilega og faglega ráðvendni og staðfasta skuldbindingu til þróunar nýrra hugmynda eða ferla í forgrunni vinnu eða náms og það með talið rannsókna |
Samræmi við viðmiðunarramma um menntun og hæfni hjá Evrópska svæði æðri menntunar
Viðmið um æðri menntun og prófgráður á Evrópska svæði æðri menntunar lýsir þremur lotum innan ramma Bologna ferlisins sem samþykkt var ráðherrum sem bera ábyrgð á æðri menntun á fundi í Bergen í maí 2005. Lýsing á hverri lotu býður upp á almenna staðhæfingu á dæmigerðum væntingum á þeim árangri og hæfileikum sem tengjast þeirri hæfni sem er lýsandi fyrir hverja lotu
1. Lýsingin fyrir stuttu lotuna sem þróuð var af Joint Quality Initiative sem hluti af Bologna ferlinu, (sem getur verið innan eða tengt við fyrstu lotuna), samsvarar hæfniviðmiðunum fyrir 5. þrep EQF.
2. Lýsingin fyrir fyrstu lotu samsvarar hæfniviðmiðum fyrir 6. þrep EQF
3. Lýsingin fyrir aðra lotu samsvarar hæfniviðmiðum fyrir 7. þrep EQF
4. Lýsingin fyrir þriðju lotu samsvarar hæfniviðmiðum fyrir 8. þrep EQF