Europass-verkfæri

Á Europass eru í boði ókeypis, margmála verkfæri sem má nota til að halda utan um starfsferil og menntun alla ævi.

Hagsmunaaðilar á öllu EES-svæðinu eiga kost á að nota Europass-verkfærin sem hluta af þeim stuðningi, þjónustu og aðstoð sem þeir veita fólki. Verkfærin geta m.a. nýst fræðslu- og þjálfunaraðilum, náms- og starfsráðgjöfum, atvinnurekendum, opinberum vinnumiðlunum, aðilum vinnumarkaðarins, aðilum í æskulýðsstarfi, ungmennasamtökum, sjálfboðaliðasamtökum og stefnumótendum.

Einnig má lesa um hvernig má ná samvirkni með Europass til að nýta í umsóknar- og ráðningarferlum eða fá nánari upplýsingar um Europass-rafskilríki.