Skipuleggðu nám þitt

Þú getur mótað námsferil þinn og skipulagt nám þitt með verkfærum á Europass. Europass getur hjálpað þér við að ígrunda og skrá kunnáttu þína, til að þú finnir síðan tækifærið sem hentar þér, hvort sem þú ert nýkomin(n) úr skóla eða reyndur fagmaður sem vill tileinka sér nýja færni. 

Ígrundaðu kunnáttu þína og færni

Áður en þú ræðst í nýtt nám er mikilvægt að ígrunda fyrri reynslu og huga að þeirri færni og kunnáttu sem þú býrð nú þegar yfir. Þannig sérðu betur hvaða gildi kunnátta þín og reynsla hefur og það auðveldar þér að taka góðar ákvarðanir í framhaldinu. Reyndu að muna eftir allri þeirri færni sem þú hefur öðlast:

  • utan formlegrar menntunar eða þjálfunar,
  • gegnum starfsreynslu,
  • í sjálfboðastarfi
  • í netlægu námi,
  • með tómstundaiðju og
  • verkefnum, viðurkenningum og öðrum viðfangsefnum.
Young woman thinking about her future

Skráðu færni þína og markmið varðandi nám og störf í Europass

Þú getur búið til þinn eigin Europass prófíl til að halda til haga allri kunnáttu þinni og reynslu svo að þú hafir alltaf skýra og nýuppfærða mynd af árangri þínum á einum stað. Þú getur útbúið eigin skrá yfir alla færni þína, menntun, hæfi og reynslu. Þú getur líka bætt við eða búið til nýja hluta í prófílnum til að lýsa verkefnum, árangri og tómstundaiðju sem þú ert stolt(ur) af.

Í hlutanum Færni mín á Europass-síðunum þínum geturðu útbúið yfirlit yfir allt það sem þú kannt og getur. Europass greinir upplýsingarnar í prófílnum þínum og lætur þér í té lista yfir færni, kunnáttu og hæfileika sem endurspegla þína reynslu.

Í hlutanum Áhugamál mín á Europass síðunum þínum geturðu skilgreint markmið þín í námi og starfi og áhugamál þín í lífinu. Þetta geta verið viðfangsefni og iðkun sem þú vilt einbeita þér að og þú getur einnig tilgreint hvar þú vilt ná þessum markmiðum.

Finna aðstoð á þjónustusíðum ESB