Mótaðu þinn starfsferil með Europass
Til að finna rétta starfið og stýra framvindunni á starfsferlinum þarftu réttu verkfærin til að sýna vinnuveitendum fram á kunnáttu þína. Europass sér þér fyrir þeim verkfærum og upplýsingum sem þarf til að halda utan um starfsferilinn alla ævi.
Ígrundaðu kunnáttu þína
Þegar þú leggur fyrstu drögin að starfsferlinum er mikilvægt að þú ígrundir kunnáttu þína og reynslu. Hér eru spurningar sem koma að gagni við það:
- Geturðu lýst allri kunnáttu þinni og færni á hnitmiðaðan og auðskilinn hátt?
- Geturðu talið upp færni sem þú hefur áunnið þér með tiltekinni starfsreynslu?
- Geturðu lýst færni eða kunnáttu sem þú aflaðir þér með sjálfboðastarfi, námi á netinu, tómstundastörfum og öðrum verkum?
- Hvaða færni hefur þú öðlast nýlega?
- Hvaða hæfileikar þínir og kunnátta eru mest um verð?
Skráðu og miðlaðu kunnáttu þinni og reynslu
Europass verkfærin hjálpa þér að halda skrá yfir alla kunnáttu þína og reynslu. Með því móti hefurðu ávallt skýra og nýuppfærða mynd af áröngrum þínum á einum stað. Þú getur útbúið eigin Europass prófíl þar sem öll kunnátta þín, menntun, hæfi og reynsla er skráð. Þú getur bætt við nýjum köflum við prófílinn til að lýsa starfsreynslu, faglegri þróun og öðru sem þú afrekar í starfi þínu og lífinu yfirleitt.
Þú getur útbúið yfirlit yfir allt það sem þú kannt í Europass. Þú færð sendan lista þar sem talin er upp færni og kunnátta sem endurspeglar reynslu þína eins og hún birtist við greiningu á upplýsingunum í prófílnum þínum.
Skilgreindu markmið þín varðandi starfsferilinn og áhugamál þín á Europass svo að þú áttir þig betur á markmiðum þínum. Þetta geta t.d. verið viðfangsefni og iðkun sem þú vilt einbeita þér að og einnig staðir eða umhverfi þar sem þú mundir vilja starfa.
Taktu næsta skref
Með Europass geturðu skipulagt næstu skref og fundið réttu störfin.
Þú færð sendar tillögur um störf sem þú gætir haft áhuga á, byggðar á því sem kemur fram í Europass prófílnum um kunnáttu þína og áhugamál. Þú getur líka leitað að störfum í hinum ýmsu löndum á EES-svæðinu.
Þú getur deilt Europass prófílnum með vinnuveitendum og ráðningaraðilum til að sækja um starf, eða búið til ferilskrá eða fylgibréf með Europass ritlinum.