Europass starfsmenntavegabréf

Ef þú hefur lokið starfsþjálfun eða námsönn í öðru landi og ert að velta því fyrir þér hvernig megi skrá þá reynslu með formlegum hætti þá höfum við kannski lausnina! Europass starfsmenntavegabréf er skjal sem getur hjálpað þér að sýna fram á kunnáttu sem þú aflaðir þér í slíkri dvöl, á einfaldan, skýran og auðskiljanlegan hátt.

Þýðir hreyfanleiki ávallt nýja færni?

Dvöl í öðru landi er frábær leið til að kynnast nýjum menningarheimum og öðlast nýja færni gegnum ýmiss konar reynslu. Europass starfsmenntavegabréfið er leið til að tjá og koma á framfæri með viðurkenndum hætti gagnlegri færni og reynslu sem þú hefur aflað þér með starfsþjálfun, sjálfboðastarfi eða námsönn erlendis.

Hvernig getur Europass starfsmenntavegabréf gagnast mér?

Þegar hugað er að starfsferlinum er mikilvægt að geta ígrundað og haldið til haga reynslu sem þú hefur aflað þér með ferðum, námi eða starfi erlendis.

Europass starfsmenntavegabréf er skjal sem lýsir færni sem þú öðlast við náms- eða starfsdvöl erlendis. Skjalið getur innihaldið upplýsingar um hlutverk og skyldur sem þú gegndir, færni með tilliti til tiltekins starfs, tungumálafærni, stafræna færni, skipulags- og stjórnunarhæfileika eða færni í tjáningu. Öll slík færni getur komið sér mjög vel þegar þú sækir um störf og námskeið í framtíðinni.

Með Europass starfsmenntavegabréf upp á vasann þarftu ekki annað en færa inn í Europass prófílinn þinn upplýsingarnar þaðan og hina nýju færni og geyma í Europass skjalasafninu.

Hvernig útvegar maður sér Europass starfsmenntavegabréf?

Ef þú tekur þátt í skipulögðu dvalartækifæri erlendis og vilt gjarnan fá Europass starfsmenntavegabréf þarftu að biðja sendiaðilann (t.d. skólann eða stofnunina sem skipulagði dvölina) um að skrá sig í landsmiðstöð Europass í þínu landi.

Sendiaðilinn og gististofnunin (stofnunin sem þú ferð til ytra) sjá um að fylla út alla nauðsynlega pappíra.

Europass starfsmenntavegabréfið er afhent þegar dvöl þinni erlendis er lokið.

Dæmi um Europass starfsmenntavegabréf