Verndun persónuupplýsinga
Þessi stefna varðandi friðhelgi einkalífsins hefur að geyma upplýsingar um meðferð og vernd persónuupplýsinga þinna. (á að uppfæra)
Vinnslustarfsemi: Europass-netvangur
Ábyrgðaraðili: Stjórnarsvið atvinnu- og félagsmála og samfélagslegrar þátttöku (DG EMPL)
Færslutilvísun DPR-EC-04686.2
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (hér eftir „framkvæmdastjórnin“) einsetur sér að vernda persónuupplýsingar þínar og virða friðhelgi einkalífs þíns. Framkvæmdastjórnin safnar og vinnur úr persónuupplýsingum í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725 frá 23. október 2018 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga af hálfu stofnana, aðila, skrifstofa og sérstofnana sambandsins og frjálsri miðlun slíkra upplýsinga (sem felldi úr gildi reglugerð (EB) nr. 45/2001).
Í þessari stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins er gerð grein fyrir því hvaða tilgangi vinnsla persónuupplýsinga þinna þjónar og hvernig framkvæmdastjórnin safnar, meðhöndlar og tryggir vernd allra persónuupplýsinga sem þú lætur í té. Í henni er ennfremur gerð grein fyrir því hvernig upplýsingarnar eru notaðar og hvaða rétt þú hefur varðandi persónuupplýsingar þínar. Hún hefur að geyma samskiptaupplýsingar ábyrgðaraðilans sem ber ábyrgð og sem þú getur neytt réttar þíns hjá, persónuverndarfulltrúa og Evrópsku persónuverndarstofnuninnar.
Upplýsingarnar sem varða vinnslustarfsemina „Europass-netvangur“, sem Stjórnarsvið atvinnu- og félagsmála og samfélagslegrar þátttöku (DG EMPL) annast, eru settar fram hér á eftir.
Tilgangur vinnslunnar: Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins safnar og notar persónuupplýsingarnar til þess að:
- Bjóða sérsniðnar tillögur – Gögnin eru notuð til að gera áreiðanlega greiningu á óskum og áhugamálum notenda með það fyrir augum að sjá notendum Europass fyrir sérsniðnum tillögum um færni, námskeið og störf (t.d. færni sem þú gætir búið yfir miðað við fyrri reynslu þína, atvinnutækifæri sem þú gætir haft áhuga á miðað við færni þína og óskir o.s.frv.). Sem notandi getur þú valið að slökkva á þessum tillögum og ákveðið að endurstilla allar upplýsingar sem notaðar eru til að sjá þér fyrir tillögum sem hæfa þér.
- Leggja mat á árangur Europass – Europass mun safna og sameina gögn byggð á virkni notenda til að öðlast skilning á frammistöðu netvangsins. Gögn um lykilárangursþætti svo sem fjölda heimsókna á netvanginn og fjölda skráðra notenda verða birt á Europass-netvangnum öðru hverju og notuð til að meta frammistöðu netvangsins. Persónulegar upplýsingar notenda verða ekki notaðar í þessum tilgangi.
- Gera vinnumarkaðsgreiningar – Upplýsingum um aldur, þjóðerni, menntun, starfsreynslu og færni verður safnað og þær notaðar í tölfræðilegum tilgangi. Til að tryggja nafnleynd verða gögnin þín gerð nafnlaus og steypt saman við önnur í því skyni að framleiða tölfræðilega grundvallarvísa sem innihalda engar persónugreinanlegar upplýsingar. Slík vinnsla er í samræmi við 2.-4. mgr. 24. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1725. Þessi gögn verða notuð af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að greina stefnu og þróun á sviði menntunar og atvinnu, segja fyrir um framtíðarþarfir að því er varðar færni og kunnáttu, og bæta þjónustuna sem Europass veitir.
Við vinnum úr persónuupplýsingum þínum þar eð:
- úrvinnslan er nauðsynleg vegna framkvæmdar á verkefni sem unnið er í þágu almannahagsmuna eða við beitingu opinbers valds sem stofnun Sambandsins fer með,
- skráður aðili hefur gefið samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga sinna í einum tilgreindum tilgangi eða fleirum,
- úrvinnsla er nauðsynleg til að vernda grundvallarhagsmuni skráðs aðila eða annars einstaklings.
Til að þessi vinnsla geti farið fram safnar DG EMPL eftirfarandi persónuupplýsingaflokkum:
- Fornafni/-nöfnum
- Eftirnafni/-nöfnum
Nauðsynlegt er að gefa upp þessar persónuupplýsingar til að hægt sé að búa til Europass-prófíl.Ef þú veitir þessar upplýsingar ekki hefur það hugsanlega í för með sér að þú getir ekki búið til prófíl í Europass og þar af leiðandi ekki heldur þínar Europass-síður.
Valfrjálsar viðbótarupplýsingar sem Europass safnar til að notandi geti búið til ítarlegan prófíl og notið góðs af þeirri þjónustu sem Europass veitir eru m.a.:
- Fæðingardagsetning
- Ríkisfang
- Samskiptaupplýsingar (þ.e. tölvupóstfang, vefsíða, símanúmer, snarskilaboð á samfélagsmiðlum)
- Starfsreynsla
- Menntun og þjálfun
- Viðbótarupplýsingar um færni, menntun og hæfi og kunnáttu sem notendur geta valið að gefa upp.
DG EMPL geymir persónuupplýsingarnar þínar ekki lengur en þann tíma sem nauðsynlegur er til að gagnasöfnunin þjóni sínum tilgangi eða fyrir frekari úrvinnslu eins og lýst er í hlutanum um ástæður og aðferðir okkar við að vinna úr persónuupplýsingum þínum, þ.e.a.s. í 5 ár eftir að efnið í rafmöppunni þinni var síðast uppfært. Þennan tíma færðu tilkynningar um alla þætti sem varða gögnin þín í Europass.
Yes, some special categories of data are prohibited under Article 10(1) such as:
- Data revealing racial or ethnic origin
- Data revealing political opinions
- Data revealing religious or philosophical beliefs
- Data revealing trade union membership
- Genetic data, biometric data for the purpose of uniquely identifying a natural person
- Data concerning health
- Data concerning a natural person's sex life or sexual orientation
There may be circumstances where such data may be directly or indirectly present when you upload documents. Please be careful not to add the the above mentioned data categories on any data that you add or documents that you upload on your Europass.
Allar persónuupplýsingar á rafrænu sniði (tölvupóstur, skjöl, gagnagrunnar, gagnalotur sem hlaðið er upp o.s.frv.) eru geymdar á gagnaþjónum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.Öll vinnsla fer fram í samræmi við ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar (ESB, KBE) 2017/46 frá 10. janúar 2017 um öryggi fjarskipta- og upplýsingakerfa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
Til að vernda persónuupplýsingar þínar hefur framkvæmdastjórnin gert ýmsar ráðstafanir að því er varðar tækni og skipulag. Meðal tæknilegra ráðstafana má nefna viðeigandi aðgerðir varðandi netöryggi, hættu á gagnatapi, breytingar á gögnum eða óheimilan aðgang, að teknu tilliti til þeirrar áhættu sem fylgir vinnslunni og eðli þeirra persónuupplýsinga sem unnið er úr. Ráðstafanir að því er varðar skipulag felast í því að einskorða aðgang að persónuupplýsingum við einstaklinga með heimild sem hafa lögmæta þörf á að kynna sér þær vegna vinnslunnar.
Aðgengi að persónuupplýsingum þínum er veitt starfsfólki framkvæmdastjórnarinnar sem hefur með höndum vinnsluna og starfsfólki með heimild samkvæmt meginreglunni um „þörfina á að kynna sér“. Slíkt starfsfólk er bundið af lögboðnu samkomulagi og, ef þörf krefur, viðbótartrúnaðarkvöð.
Upplýsingarnar sem við söfnum eru ekki veittar neinum þriðja aðila, nema að svo miklu leyti sem þess gæti verið krafist samkvæmt lögum.
Sem „skráður aðili“ hefur þú sérstök réttindi samkvæmt 3. kafla (14.-25.gr.) reglugerðar (ESB) 2018/1725, einkum og sér í lagi rétt til að fá aðgang, leiðrétta eða eyða persónuupplýsingum þínum og rétt til að setja vinnslu þeirra skorður. Eftir því sem við á hefurðu einnig rétt á að andmæla vinnslunni eða rétt til að flytja eigin gögn.
Þú hefur rétt á að andmæla vinnslu á persónuupplýsingum þínum, sem er útfærð að lögum í samræmi við a-lið, 1. mgr. 5. gr.
Þú hefur samþykkt að láta DG EMPL eða umræddri vinnslustarfsemi persónuupplýsingar þínar í té. Þér er frjálst að draga samþykki þitt til baka hvenær sem er með tilkynningu til ábyrgðaraðila. Afturköllunin hefur ekki áhrif á lögmæti þeirrar vinnslu sem fer fram áður en þú afturkallar samþykki þitt.
Þú getur neytt réttar þíns með því að hafa samband við ábyrgðaraðilann eða, ef um ágreining er að ræða, við persónuverndarfulltrúa. Ef nauðsyn krefur geturðu einnig snúið þér til Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar.
Í því tilviki að þú viljir nýta rétt þinn í tengslum við tiltekna vinnslustarfsemi, eina eða fleiri, ertu vinsamlega beðin(n) að gefa lýsingu á þeim (þ.e. færslutilvísun(-anir) þeirra eins og tilgreint er undir lið 10 hér fyrir neðan) í beiðninni.
Ábyrgðaraðili
Ef þú óskar eftir að nýta rétt þinn á grundvelli reglugerðar (ESB) 2018/1725 eða ef þú hefur athugasemdir, spurningar eða vandamál, eða ef þú vilt leggja fram kvörtun varðandi söfnun og notkun á persónuupplýsingum þínum er þér velkomið að hafa samband við ábyrgðaraðila.
Persónuverndarfulltrúi framkvæmdastjórnarinnar
Þú getur haft samband við persónuverndarfulltrúa framkvæmdastjórnarinnar varðandi mál sem tengjast vinnslu persónuupplýsinga þinna á grundvelli reglugerðar (ESB) 2018/1725.
Evrópska persónuverndarstofnunin
Þú hefur málskotsrétt (þ.e. þú getur lagt fram kvörtun) hjá Evrópsku persónuverndarstofnuninni ef þú telur að gengið hafi verið á rétt þinn á grundvelli reglugerðar (ESB) 2018/1725 vegna vinnslu ábyrgðaraðila á persónuupplýsingum þínum.
Persónuverndarfulltrúi framkvæmdastjórnarinnar birtir skrá yfir alla vinnslu persónuupplýsinga á vegum framkvæmdastjórnarinnar, sem hefur verið skjalfest og honum tilkynnt um.
Umrædd vinnslustarfsemi hefur verið færð inn í opinbera skrá persónuverndarfulltrúans og hlotið eftirfarandi skráningartilvísun: DPR-EC-04686