Búist til náms erlendis

Ef þú áætlar að hefja nám eða sækja framhaldsnám í öðru EES-ríki þarftu að framvísa staðfestingu á menntun og hæfi (prófgráðu, prófskírteini eða sönnun á starfsmenntun) hjá viðkomandi menntastofnun. Hér er gátlisti með ráðum og upplýsingum sem auðveldar þér að fá menntun þína viðurkennda og undirbúa nám erlendis.

Enthusiastic young woman sitting on the floor next to a suitcase and typing on a laptop

Kynntu þér upplýsingarnar

Þegar þú ferð að leita að námskeiði skaltu muna að kynna þér upplýsingar um skólagjöld, lengd námsins, umsóknarferlið og hvernig nám þitt er viðurkennt erlendis. 

Ef þú hyggst á skiptinám hjá stofnun í öðru landi skaltu útvega þér skýrar upplýsingar, bæði hjá heimaskóla þínum og gestaskólanum, um þau námskeið, prófgráður og próftökur sem í náminu felast.

Útvegaðu þér upplýsingar um viðurkenningu menntunarinnar

Ef þú þarft frekari upplýsingar skaltu hafa samband við ENIC-NARIC miðstöðina í viðkomandi landi. ENIC-NARIC-miðstöðvarnar veita mat og ráðgjöf varðandi viðurkenningu á erlendri menntun, sem getur komið þér að gagni við að útskýra fyrir menntastofnunum í hverju menntun þín er fólgin.

Þú getur látið upplýsingar um stig menntunar þinnar fylgja með í Europass ferilskránni og umsóknargögnum til að fólk eigi auðveldara með að átta sig á menntun þinni og hæfi. Menntastofnunin þar sem þú stundaðir nám gæti veitt þér frekari upplýsingar í sambandi við menntun þína og hæfi.

Kynntu þér og berðu saman hæfisþrep 

Athugaðu hvernig menntun þín flokkast samkvæmt Viðmiðarammanum um menntun og hæfi (NQF) í þínu landi. Mörg lönd hafa komið sér upp viðmiðaramma um menntakerfi sitt þar sem menntun er flokkuð og skilgreind. Þú getur líka athugað hvernig menntun þín flokkast samkvæmt Evrópska viðmiðarammanum um menntun og hæfi (EQF).. EQF-ramminn auðveldar samanburð á menntun og hæfi í hinum ólíku löndum í Evrópu.

farangur

Hafðu tiltæk öll viðkomandi skjöl

Komdu góðu skipulagi á skjölin þín. Sjáðu til þess að þú eigir auðvelt með að nálgast prófskírteinin þín, umritanir og þýðingar sem þú þarft að láta menntastofnuninni í té sem þú sækir um nám hjá. Vissirðu að þú getur geymt öll stafræn skjöl í Europass skjalasafninu þínu?

  • Ef þú ert með háskólamenntun geturðu beðið um Viðauka með prófskírteini hjá stofnuninni þar sem þú stundaðir námið, en í honum eru gagnlegar upplýsingar um menntun þína.
  • Ef þú hefur hlotið starfsmenntun geturðu útvegað þér Mat og viðurkenningu á starfsmenntun hjá stofnuninni þar sem þú sóttir námið, en í honum eru gagnlegar upplýsingar um menntun þína.