Um Europass

Europass er safn netlægra verkfæra og upplýsinga sem hjálpa þér með hvert skref á náms- og starfsferlinum.

Viðurkenndasta verkfærið í Evrópu til að stýra náms- og starfsferlinum.

Europass er skilvirk leið til að koma kunnáttu sinni, menntun og hæfi á framfæri í Evrópu, hvort heldur meðan á námi stendur, þegar þú sækir um fyrsta starfið eða ert á höttunum eftir nýjum áskorunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lætur þessa þjónustu í té þér að kostnaðarlausu og það á 31 tungumálum.

Taktu næsta skref á náms- eða starfsferlinum

Europass örvar þig til að taka næstu skref á náms- eða starfsferlinum með því að:

  • Hjálpa þér að ígrunda þá kunnáttu og reynslu sem þú býrð þegar yfir,
  • Láta þér í té sérsniðin og áreiðanleg náms- og starfstækifæri víðs vegar í Evrópu,
  • Auðvelda þér að skrifa ferilskrár og fylgibréf með útfyllanlegum sniðmátum,
  • Sjá þér fyrir áreiðanlegum upplýsingum um vinnu og nám í Evrópu,
  • Gefa upp hlekki á viðeigandi stuðningsnet.

Með þessari þjónustu styður framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þig til að nýta hæfileika þína til fulls og finna tækifæri um alla Evrópu sem hæfa kunnáttu þinni og reynslu.

 

Man, smiling and pointing at you

Verkfærin sem hjálpa þér með námsframvinduna eða þróun starfsferils

Europass býður ókeypis, netlæg verkfæri sem nýtast nemendum, launþegum og atvinnuleitendum um alla Evrópu. Kynntu þér endilega verkfærin okkar áður en þú hefst handa með umsóknir:

Áreiðanlegar upplýsingar um nám og vinnu í Evrópu

Europass veitir áreiðanlegar upplýsingar um nám og vinnu í hinum ýmsu löndum Evrópu með því að gefa upp krækjur á viðkomandi evrópska og innlenda gagnagjafa. Þær geta hjálpað þér að finna námskeið, störf, leiðbeiningar og aðstoð með að fá staðfestingu og viðurkenningu á menntun þinni og hæfi.

Europass-rafskilríki

Europass-rafskilríki eru stafræn skilríki og lagalega jafngild pappírsskírteinum. Þau gera stofnunum kleift að láta þér í té stafræn, ófalsanleg prófskírteini og önnur námsskilríki endurgjaldslaust. Þessi skilríki eru notuð til að fullnægja skilyrðum fyrir störf, háskólastöður og margt fleira. Europass gefur þér færi á að geyma þessi skilríki á öruggan hátt og deila þeim og þú þarft því ekki lengur að eiga við pappírsútgáfur af vottorðum þínum og prófskírteinum.