Hvað er Europass? 

Europass eru ókeypis, netlæg verkfæri sem gera þér kleift að halda til haga upplýsingum um það sem þú kannt og getur og skipuleggja nám og störf í Evrópu.

Búa til Europass prófíl

Þú getur útbúið ókeypis prófíl með Europass, þar sem öll kunnátta þín, menntun, hæfi og reynsla er tekin saman á einum öruggum stað á netinu.

Þú getur skráð alla reynslu þína, hvort sem er starfsreynslu, nám eða þjálfun, tungumálafærnistafræna færni, upplýsingar um viðfangsefni þín, reynslu af sjálfboðastarfi og hvaðeina sem þú hefur fengist við og skiptir þig máli. Þú getur einnig geymt prófskírteinin þín, meðmælabréf eða önnur skjöl sem lýsa árangri þínum í þínu eigin Europass skjalasafni.

Þú getur búið til prófíl á einu eða fleiri evrópskum tungumálum.

 

Hvernig nýtist Europass prófíllinn?

Europass prófíllinn beinir þér næstu skref á starfsferli þínum.

  • Með Europass prófílnum geturðu ígrundað áhugasvið þín og markmið
  • Notaðu Europass prófílinn til að hafa yfirsýn yfir árangur þinn og gera hann sýnilegan gagnvart vinnuveitanda þínum.
  • Fáðu tillögur um áhugaverð störf og námskeið sem hæfa þínum prófíl.
  • Deildu prófílnum með vinnuveitendum og ráðningaraðilum til að fá ný atvinnutækifæri.
  • Deildu prófílnum með menntastofnunum til að fá upplýsingar um ný námskeið og menntunarmöguleika.
  • Deildu prófílnum með náms- og starfsráðgjöfum til að fá ráðgjöf í sambandi við ferilinn þinn.
  • Útbúðu umsóknir. Þú getur haldið utan um allar umsóknir og útbúið ferilskrár og fylgibréf.
apply with europass infographic

Europass prófíllinn er þín eigin skrá yfir árangur þinn. Með því að uppfæra reglulega og bæta inn í prófílinn býrðu alltaf að nýjustu yfirsýn yfir það sem þú kannt og getur.

Allar persónulegar upplýsingar í Europass prófílnum eru vel geymdar og þú ert eina manneskjan sem hefur aðgengi að upplýsingunum og vald til að deila þeim með öðrum.

Hefjast handa

Skráðu þig strax í dag og búðu til þinn eigin Europass prófíl. Þessi þjónusta er í boði ESB og kostar ekki neitt – enginn dulinn kostnaður, engin gjaldtaka, engin áskrift.