Europass-prófíllinn 

Europass-prófíllinn er verkfæri sem hjálpar fólki að halda utan um náms- og starfsferilinn.

Europass-prófíllinn getur komið fólki að gagni við að skipuleggja náms- og starfsferilinn. Hann getur nýst stofnunum og samtökum – atvinnurekendum, sjálfboðaliðasamtökum, ráðningaraðilum, náms- og starfsráðgjöfum, ungmennasamtökum, mennta- og starfsmenntastofnunum og fleirum – sem hluti þeirrar þjónustu og stuðnings sem þau bjóða.

Hvað er Europass-prófíll?

Notendur Europass geta útbúið ókeypis prófíl á Europass, þar sem öll færni þeirra, menntun og hæfi og reynsla er tekin saman á einum og öruggum, netlægum stað. Notendur geta skráð alla reynslu sína úr starfi, námi og þjálfun, tungumálafærni, stafræna færni, upplýsingar um viðfangsefni, reynslu af sjálfboðastarfi og annan árangur. Þeir geta einnig geymt prófvottorð, meðmælabréf og önnur skjöl í persónulegu Europass-skjalasafni.

 

Prófíllinn kemur að margs konar notum:

  • Styður launafólk við að halda skrá yfir reynslu sína og stýra þróun starfsferilsins
  • Örvar ungt fólk í að skrá færni sína og skipuleggja starfsferil sinn.
  • Námsfólk getur skráð árangur sinn á menntunarbrautinni og framfarir meðan á námi stendur.
  • Sjálfboðaliðar geta haldið skrá yfir reynslu sína í sjálfboðastörfum
  • Sem aðstoð við fólk í atvinnuleit eða fólk sem vill breyta um starf við að skilgreina færni sína og koma auga á ný tækifæri
  • Sem fylgiskjal sem vinnuveitendur biðja umsækjendur að senda með umsóknum um laus störf.
  • Styður staðfestingu á óformlegu og formlausu námi með því að vera verkfæri sem hjálpar fólki að ígrunda og skrá færni sem það hefur tileinkað sér gegnum ævina.

 

girl holding out a mobile phone and pointing to it

Europass-prófíllinn er verkfæri sem þjónar menntun alla ævi. Með því að uppfæra reglulega og bæta við prófílinn búa notendur alltaf að nýjustu yfirsýn yfir það sem þeir kunna og geta. Notendur sem búa til Europass-prófíl fá sendar tillögur um áhugaverð störf og námskeið byggðar á upplýsingunum í prófílnum.

Notkun á Europass-prófílnum

Þú getur notað Europass-prófílinn sem hluta af þeirri þjónustu og aðstoð sem þú veitir fólki – hvort sem er í sambandi við nám, starfsferil, sjálfboðastarf eða önnur viðfangsefni. Notkun Europass kostar ekkert. Notendur geta skráð sig og búið til prófíl á einu eða fleiri evrópskum tungumálum. Skráðir notendur stjórna öllum gögnum sínum og velja með hverjum þeir deila þeim og hve lengi. Europass deilir aldrei persónuupplýsingum án samþykkis notanda.

Hefjast handa

Þú getur lesið Algengar spurningar eða haft samband til að fá nánari upplýsingar um hvernig Europass getur hjálpað þér í starfi þínu með skjólstæðingum, nemendum og starfsfólki.