Hvað er Europass-prófíll?

Europass-prófíllinn er persónulegt, netrými þar sem þú færir inn alla færni sem þú hefur aflað þér, nám, starfsreynslu, og annan árangur og upplýsingar. Hann er svæði þar sem þú hefur tiltækar og getur skipulagt allar upplýsingar þínar. Prófíllinn gerir þér kleift að skrá alla færni þína og reynslu og hafa samantekna á einum stað. Þú getur notað upplýsingarnar í Europass-prófílnum til að búa til ferilskrár fyrir tiltekin störf eða námskeið sem þú sækir um.