Búðu til Europass fylgibréf
Europass aðstoðar þig skref fyrir skref við að útbúa vel samið og fagmannlegt fylgibréf. Þú getur samið ný fylgibréf eða breytt þeim sem þú hefur þegar búið til með þar til gerðu verkfæri á Europass.
Hvernig kemur Europass að gagni?
Europass leiðbeinir þér skref fyrir skref gegnum ferlið við að semja vandað fylgibréf sem inniheldur allar nauðsynlegar upplýsingar. Þú getur samið, geymt og deilt fylgibréfum á 31 tungumálum, valið á milli ólíkra sniðmáta til að sérsníða umsóknirnar og síðan einfaldlega deilt þeim úr Europass skjalasafninu þínu.
Hvernig á gott fylgibréf að vera?
Í fylgibréfi ætti að koma vel fram hvað það er sem hvetur þig til að sækja um tiltekið starf eða tækifæri og hvers vegna þú telur þig vera besta umsækjandann. Fylgibréfið ætti að vísa til ákveðinna atriða í ferilskránni og lýsa því hvaða gildi þau hafa fyrir starfið sem þú ert að sækja um.
Lestu starfsauglýsinguna vel og vandlega og leggðu áherslu í fylgibréfinu á færni og hæfileika sem tengjast kröfunum fyrir starfið.
Þegar þú telur upp persónulega hæfileika þína skaltu nota lykilorð eins og þau eru notuð í auglýsingunni (stundvís, skipulögð, lipur í hópvinnu o.s.frv.).
Skrifaðu stuttar og skilmerkilegar málsgreinar þar sem hvert atriði kemur skýrt fram.
Gefðu þér tíma til að grafast fyrir um vinnuveitandann til að fá gagnlegan skilning á menningu fyrirtækisins og minnstu á eitt eða tvö meginatriði í því sambandi í fylgibréfinu.
Fylgibréfið ætti ekki að vera lengra en ein síða.
- Fyrsta málsgrein - hvað það er sem hvetur þig til að sækja um starfið,
- Önnur málsgrein - hvað gerir þig að ákjósanlegustu manneskjunni í starfið, og
- Þriðja málsgrein - af hverju fyrirtækið og þú eiga vel saman.
Skrifaðu í formlegum og kurteislegum tón og gakktu úr skugga um að í textanum séu engar stafsetningarvillur.
Notaðu einfaldar, skrautlausar leturgerðir, venjulegar leturstærðir (11-12) og hæfilegan línuþéttleika (1 eða 1.5).
Gagnlegar þjónustusíður hjá ESB
EURES – Evrópska atvinnugáttin
Finna störf hvar sem er í Evrópu
Vinna í öðrum löndum EES
Upplýsingar, aðstoð og ráðgjöf varðandi atvinnutengd réttindi í EES
Menntun og þjálfun í öðrum löndum EES
Upplýsingar, aðstoð og ráðgjöf varðandi námstengd réttindi í EES