Búðu til Europass fylgibréf

Europass aðstoðar þig skref fyrir skref við að útbúa vel samið og fagmannlegt fylgibréf. Þú getur samið ný fylgibréf eða breytt þeim sem þú hefur þegar búið til með þar til gerðu verkfæri á Europass.

Hvernig kemur Europass að gagni?

Europass leiðbeinir þér skref fyrir skref gegnum ferlið við að semja vandað fylgibréf sem inniheldur allar nauðsynlegar upplýsingar. Þú getur samið, geymt og deilt fylgibréfum á 31 tungumálum, valið á milli ólíkra sniðmáta til að sérsníða umsóknirnar og síðan einfaldlega deilt þeim úr Europass skjalasafninu þínu. 

Stofna þínar Europass síður

Hvernig á gott fylgibréf að vera?

Í fylgibréfi ætti að koma vel fram hvað það er sem hvetur þig til að sækja um tiltekið starf eða tækifæri og hvers vegna þú telur þig vera besta umsækjandann. Fylgibréfið ætti að vísa til ákveðinna atriða í ferilskránni og lýsa því hvaða gildi þau hafa fyrir starfið sem þú ert að sækja um.

Gagnlegar þjónustusíður hjá ESB