Europass fyrir menntun og þjálfun

Á Europass má sækja gagnlega þjónustu sem nýtist nemendum og brautskráðum, sem og mennta- og starfsmenntastofnunum í Evrópu. Europass-netvangurinn er starfræktur á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og hefur að geyma ókeypis, netlæg verkfæri og upplýsingar um ævimenntun og þróun starfsferils.

Evrópska verkfærið til að stýra námi og starfsferli

Europass er margmála verkfæri sem gerir nemendum eða væntanlegum nemendum kleift að halda til haga á einum stað öllum gögnum um færni sína, menntun, hæfi og reynslu. Notendur Europass geta búið sér til persónulegan prófíl með öruggum netbúnaði þar sem þeir geta skilgreint markmið sín og haft yfirlit yfir allt það sem þeir hafa lært og tekið sér fyrir hendur.

Nemendur geta einnig notað prófílinn meðan á námi stendur til að halda skrá yfir verkefni, árangur og framfarir.

Væntanlegir nemendur geta deilt með þér prófílnum sínum, ferilskrá og öðrum skjölum á Europass og þannig komið færni sinni, menntun og hæfi og reynslu á framfæri á skýran og einfaldan hátt.

Europass býður ýmis önnur verkfæri sem þér standa til boða þegar þú aðstoðar nemendur þína við að koma færni sinni, menntun og hæfi á framfæri:

  • Viðauki með háskólaskírteini er gefinn út af æðri menntastofnunum og veitir gagnlegar upplýsingar um menntun og hæfi á háskólastigi (s.s. prófgráður, árangur og viðkomandi stofnun) á stöðluðu sniði.
  • Mat og viðauki með starfsmenntaskírteini er gefið út af starfsmenntastofnunum og veitir gagnlegar upplýsingar um starfsmenntun og hæfi (s.s. prófgráður, árangur og viðkomandi stofnun) á stöðluðu sniði.
  • Europass-starfsmenntavegabréfið sýnir fram á reynslu og færni sem nemendur öðlast við nám, störf eða sjálfboðavinnu erlendis.

Upplýsingar um nám og þekkingaröflun í Evrópu

Á Europass er að finna margs konar upplýsingar, á 29 tungumálum, sem hjálpa námsfólki að skipuleggja nám, starfsferil og dvalir erlendis til náms og starfa.

Mennta- og starfsmenntastofnanir geta ennfremur nálgast upplýsingar um:

Á Europass er einnig að finna síður helgaðar einstökum löndum með upplýsingum um þjónustu, bæði landsbundna og á Evrópuvettvangi, og upplýsingar um nám og vinnu í Evrópu.

Man sitting next to a laptop and a suitcase, and reading a book

Europass-rafskilríki

Umgjörð Europass um stafræn skilríki gerir stofnunum kleift að gefa út stafræn, ófalsanleg prófskírteini og önnur námsskilríki. Með Europass-rafskilríkjum er komin einföld og örugg leið fyrir námsfólk, atvinnurekendur, menntastofnanir og aðra viðurkennda aðila til að ganga úr skugga um áreiðanleika stafrænna skilríkja. Europass-rafskilríki eru lagalega jafngild pappírsskírteinum alls staðar í Evrópusambandinu og allar einingar stoðkerfisins eru opnar og ókeypis. Kynntu þér hvernig þú getur tekið þátt.

Kynning og efling Europass

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á í samstarfi við þátttökulönd, hagsmunaaðila og sérfræðinga víðs vegar í Evrópusambandinu til að þróa og efla Europass. Mennta- og starfsmenntastofnanir sem og stefnumótendur og sérfræðingar gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að nýta Europass til að aðstoða ólíka hópa og sýna möguleika Europass á að þjóna ólíkum þörfum.

Hafðu samband ef þú vilt bregðast við eða hefur spurningar um Europass.