Hvað eru rafskilríki?

Europass-rafskilríki eru lýsing á námsárangri. Þau geta lýst iðkun, mati og starfsréttindum og einnig menntun og hæfi.

 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinnur að því að þróa stoðkerfið fyrir Europass-rafskilríki (Europass Digital Credentials Infrastructure, EDCI) til að stuðla að skilvirkni og treysta öryggi að því er varðar viðurkenningu skilríkja í Evrópu, s.s. prófvottorða og annars námsárangurs.

Þróunarvinna við EDCI-stoðkerfið er í fullum gangi. Það kemur til með að styðja sannvottun á hvers konar stafrænum skjölum eða framsetningum sem lýsa færni og menntun og hæfi eins og kveðið er á um í 6. lið, 4. gr. ákvörðunarinnar um Europass.

Skilríki er skjalfest yfirlýsing, sem hefur að geyma fullyrðingar um einstakling, gefin út af menntastofnun í kjölfar námsreynslu.

Europass-rafskilríki eru lýsing á námsárangri. Þau geta lýst:

Ávinningur

Skilríki á stafrænu formi getur innihaldið fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar sem geta auðveldað vinnuveitendum og öðrum stofnunum að viðurkenna og átta sig á skilríkinu. Europass-rafskilríki hafa ýmislegt fram yfir skírteini á pappír: þau geta stytt þann tíma sem fer í umsýslu, hvort heldur hjá nemendum og útskrifuðum, fræðslu- og þjálfunaraðilum eða fyrirtækjum. Europass-rafskilríki geta einnig átt þátt í að stemma stigu við skilríkjafölsunum og stuðlað að pappírslausum verkferlum.

Europass-rafskilríki styðja tafarlausa sannprófun; viðtakendur geta á sjálfvirkan hátt sannprófað upplýsingar s.s. deili á útgáfuaðilanum og gæðatryggingu menntunar og hæfis.

Europass-rafskilríki eru undirrituð með rafrænu innsigli, sem þýðir að í löndum ESB gildir að löglíkur eru taldar vera fyrir falsleysi þeirra, og þau eru jafngild pappírsskilríkjum sem innihalda sömu upplýsingar.

Þróun

Framkvæmdastjórnin vinnur að þróun verkfæranna, hugbúnaðarins og þjónustunnar sem EDCI-stoðkerfið mun samanstanda af. Sem stendur taka átján lönd þátt í forprófun á stafrænum skilríkjum til að prófa þessa hluta kerfisins á landsvísu. Upplýsingar verða birtar hér og uppfærðar eftir því sem verkefninu vindur fram.

Tæknilegar upplýsingar um Europass-rafskilríki

Upplýsingar um Europass-rafskilríki fyrir námsfólk

    • iðkunum (t.d. námsskeiðum sem viðkomandi hefur sótt),
    • mati (t.d. verkefnum),
    • árangri (t.d. færni sem aflað hefur verið) 
    • starfsréttindum (t.d. skráningu sem læknir)
    • menntun og hæfi.