Tveggja þátta auðkenning til að skrá sig inn á Europass
Þú munt þurfa að fylgja tveggja þrepa innskráningarferli til að fá aðgang að Europass-reikningnum þínum frá og með mars 2022. Þessi tveggja þátta auðkenning er til að ganga úr skugga um að gögnin þín séu örugg.
Hvað þarftu að gera?
- Bæta öðru tæki (snjallsíma) við ESB innskráningarsíðuna.
OG
- Hlaða ESB-innskráningarforritinu niður í símann þinn (IOS eða Android).
Hægt er að fylgja leiðbeiningum til að fara í gegnum ferlið skref fyrir skref (hlekki verður bætt við) eða horfðu á kennslumyndband (verður bætt við fljótlega).
Allar upplýsingar á Europass reikningnum þínum verða óbreyttar. Þetta er aðeins eitt auka skref til að tryggja öryggi gagnanna þinna.
Af hverju auka skrefið?
- Til að tryggja aukið gagnaöryggi.
- Til að draga úr svikastarfsemi.
- Til að geta nálgast reikninginn þinn hvaðan sem er án aukinnar áhættu fyrir persónuupplýsingar og önnur viðkvæm gögn.
Bakgrunns upplýsingar
Það er afar mikilvægt fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að auka öryggi gagnanna þinna. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að innleiða nýtt skref í auðkenningarkerfi Europass vefgáttarinnar frá og með mars 2022.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarft aðstoð við þetta ferli skaltu hafa samband við Europass þjónustuverið.
- Downloadбългарски
- Downloaddansk
- Downloadeesti
- DownloadEnglish
- Downloadfrançais
- Downloadhrvatski
- Downloadlatviešu
- Downloadmagyar
- DownloadNederlands
- Downloadportuguês
- Downloadslovenčina
- Downloadnorsk
- Downloadtürkçe
- Downloadčeština
- DownloadDeutsch
- Downloadελληνικά
- Downloadespañol
- DownloadGaeilge
- Downloaditaliano
- Downloadlietuvių
- Downloadpolski
- Downloadslovenščina
- Downloadсрпски језик