Niðurstöður mats á Europassanum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lauk mati sínu á evrópska starfsmenntavegabréfinu Europass, auk mats á frammistöðu þessa ESB-framtaks, þar sem eftirfarandi spurningum var m.a. svarað:
Nær Europassinn markmiðum sínum?
Hvernig styðja Europass tólin og þjónustan við hvert annað?
Hversu vel vinnur Europass með öðrum framtaksverkefnum ESB á sviði færni, menntunar og atvinnu?
Samræmist Europassinn núverandi og framtíðarþörfum notenda og hagsmunaaðila?
Á hvaða hátt skiptir Europass máli, og fyrir hvern — hver er virðisauki hans á ESB- og landsvísu?
Matsferlið naut stuðnings og samráðs við opinberra aðila þar sem 1920 svör bárust, bæði hjá fjölmörgum notendum hans og öðrum sem ekki voru notendur, hagsmunaaðilum, ítarleg viðtöl tekin við hagsmunaaðila, eiginleikar athugaðir og fleira. Niðurstöður úttektarinnar voru birtar nýlega og hér koma nokkrar þær helstu:
Niðurstaða matsins er sú, að Europassinn sé gagnlegt tól til þess að kynna færni sína, menntun og hæfi fyrir hugsanlegum vinnuveitendum og þeim sem standa að menntun og þjálfun (háskólum, starfsmenntunarstofnunum, o.s.frv.). Vettvangurinn er sérstaklega vinsæll á meðal ungs fólks sem er að leita sér að atvinnu eða menntun, þar með talið utan heimalands síns.
Fólki líkar við að nota Europassann, einkum vegna þess hann gerir þeim kleift að kynna reynslu sína, menntun og hæfi á auðveldan hátt vítt og breitt um Evrópu. Notendurnir eru að leita sér að nánari upplýsingum um atvinnutækifæri, hvernig unnt sé að flytja til annarra ESB-landa vegna starfs eða náms, um þá færni sem krafist er á vinnumarkaðinum, auk menntunar, færni og starfsráðgjafar.
Matið staðfestir að tenging Europassans við aðra ámóta vettvanga á borð við EURES sem einnig aðstoðar fólk við að finna sér störf út um alla Evrópu eða önnur framtaksverkefni ESB og innlenda þjónustu sem býður upp á svipaða þjónustu, gæti gert hann enn gagnlegri.
Í framtíðinni mun Europassinn efla enn frekar þá þjónustu sem hann veitir notendum sínum og hagsmunaaðilum, s.s. stafrænu skilríkin sem þegar þau verða tiltæk, nú eða evrópska stafræna vottaða námið, ellegar atvinnu- og færniþróunartólið. Europassinn mun einnig fylgjast náið með nýjustu tækniframförum og innsýn á gagnavinnslusviðinu, í því skyni að geta veitt notendum sínum persónumiðaðri ráðleggingar, sem mun efla gagnsemi hans enn frekar.