Að senda Europass-ferilskrána þína til EURES
Upplýsingar fyrir atvinnuleitendur um EURES og persónuverndaryfirlýsingu EURES
Viltu senda inn Europass-ferilskrána þína í EURES-starfsgáttina?
EURES er net af vinnumiðlunum sem nær til allra landa í ESB og auk þess Íslands, Liechtensteins, Noregs og Sviss. Hverju sinni eru að meðaltali rúmlega 4 milljónir lausra starfa á EURES-gáttinni. Frá árinu 1994 hafa yfir 1000 EURES ráðgjafar aðstoðað atvinnuleitendur við að finna vinnu og atvinnurekendur við að finna hæft starfsfólk um alla Evrópu. Þú getur sent þína Europass CV til EURES þar sem EURES og þúsundir atvinnurekendur geta skoðað hana. Skoðaðu EURES-gáttina til að fá frekari upplýsingar um EURES. Þú getur eytt Europass-ferilskránni eða uppfært hana hvenær sem er, jafnvel eftir að þú deilir henni með EURES.
Fyrir utan atvinnumiðlun býður EURES uppá aðra þjónustu sem Europass-notendur geta nýtt sér:
- Einn hluti EURES felur í sér ýtarlegar upplýsingar um lífskjör og atvinnukjör í 31 Evrópulandi
- Þú getur haft samband við EURES ráðgjafa sem þú finnur á lista í EURES-gáttinni og fengið persónulega ráðgjöf í atvinnuleitinni
- Á EURES-gáttinni er hellingur af áhugaverðum greinum og ráðleggingum fyrir atvinnuleitendur sem gætu nýst þér vel
Verndun persónuupplýsinga
Upplýsingarnar í Europass-ferilskránni þinni innihalda persónuupplýsingar sem verndaðar eru af ESB-löggjöfum. Þetta þýðir að þegar þú sendir Europass-ferilskránna þína í EURES-gáttina ert þú að senda inn persónulegar upplýsingar þínar. Þessi vinnsla verður að samræmast:
- Reglugerð (ESB) 2018/1725, sem gildir um vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Evrópskum stofnunum og -aðilum
- Reglugerð (ESB) 2016/679 (almennu persónuverndarreglugerðinni), sem gildir um hvers konar vinnslu gagna af hálfu stofnana annarra en stofnana og aðila ESB.
Grundvallarskilyrði þessara löggjafa er að þú veitir beint samþykki þitt til að senda inn Europass-ferilskránna þína í EURES-gáttina. Þú hefur rétt á að afturkalla samþykki þitt hvenær sem er. Ef þú ert undir lögaldri verða foreldrar þínir eða lögráðamenn að veita samþykki sitt.
Það er mikilvægt að þú skiljir markmiðið með gagnavinnslunni (-notkuninni) í EURES-gáttinni.
EURES-vefgáttin veitir upplýsingar og þjónustu í þágu atvinnuleitenda sem hafa hug á að finna starf eða önnur tækifæri í Evrópu, atvinnurekenda og stofnana sem hafa hug á að nálgast umsækjendur frá öðrum löndum, og annarra borgara sem vilja færa sér í nyt meginregluna um frjálsa fólksflutninga. Meginreglan um frjálsa fólksflutninga felur í sér að þú sem borgari í ESB/EES njótir frelsis til að vinna hvar sem er í þessum löndum.
Gagnagrunnur EURES-vefgáttarinnar yfir ferilskrár veitir fólki í atvinnuleit kost á að birta ferilskrá/atvinnuleitandalýsingu á netinu og vinnuveitendum tækifæri til að leita að og skoða ferilskrár/atvinnuleitendalýsingar hugsanlegra umsækjenda.
Hugbúnaður EURES-vefgáttarinnar mátar sjálfvirkt saman laus störf og ferilskrár/atvinnuleitandalýsingar með hjálp algríms sem byggist á ýmsum leitarskilyrðum, s.s. menntun umsækjenda, reynslu, færni, núverandi staðsetningar, óskastaðsetningar, óskastarfi o.s.frv.
Í persónuverndaryfirlýsingu EURES finnur þú allar helstu upplýsingar um verndun persónuupplýsinga sem þú sendir inn í EURES-gáttina. Öll fyrirtæki sem meðhöndla og geyma persónuupplýsingar verða að sýna fram á persónuverndaryfirlýsingu. Þú finnur stutta útskýringu á persónuverndaryfirlýsingu EURES hér fyrir neðan auk viðeigandi hlekk sem vísar þér á frumútgáfu stefnunnar í heild sinni, vinsamlegast taktu þér tíma til að lesa hana.
Ábyrgðaraðili EURES-gáttarinnar er samráðsskrifstofa EURES sem er í umsjón Evrópsku vinnumálastofnunarinnar.
Persónuverndaryfirlýsing EURES
Þessi persónuverndaryfirlýsing um friðhelgi einkalífsins felur í sér upplýsingar um notkun og verndun persónuupplýsinga þinna undir punkti A. Sértækir skilmálar fyrir notkun á þjónustu EURES-gáttarinnar, þ.m.t. reglur persónuverndar, eru taldir upp undir punkti B. Þegar þú samþykkir þetta skjal samþykkir þú að persónuupplýsingar þínar verði notaðar í samræmi við þá skilmála sem skilgreindir eru hér fyrir neðan og þú samþykkir einnig að þú munir nota þjónustu EURES-gáttarinnar í samræmi við þá skilmála sem skilgreindir eru hér fyrir neðan, sérstaklega þá er tengjast því að uppfylla viðeigandi persónuverndarreglur.
Vinsamlegast skoðaðu persónuverndaryfirlýsinguna og sértæka skilmála fyrir notkun á þjónustu EURES-gáttarinnar.