Frequently Asked Questions

Stuðningur og Upplýsingar

Hvernig kemst ég að því hvernig menntun mín flokkast samkvæmt Evrópska viðmiðarammanum um menntun og hæfi (EQF-þrepið)?

Upplýsingar um EQF-þrepið gætu verið til staðar í skjölum þínum um menntun og hæfi (prófvottorði, skírteini, afritum) eða þú getur beðið stofnunina þar sem þú stundaðir nám um þessar upplýsingar.

Hvernig fæ ég aðstoð í mínu landi?

Upplýsingar um þjónustu og aðstoð í hinum ýmsu löndum má nálgast á Europass-síðunum Nám í Evrópu og Vinna í Evrópu. Veldu af listanum landið sem þú hefur í huga.;

Frekari upplýsingar um Europass fást með því að hafa samband við landsmiðstöð fyrir Europass í þínu landi.

Hvað eru landsmiðstöðvar fyrir Europass?

Í þeim löndum sem taka þátt í Europass samræmir landsmiðstöð fyrir Europass alla starfsemi í tengslum við Europass. Það er fyrsti tengiliður fyrir einstaklinga eða stofnanir sem hafa hug á að nota eða læra meira um Europass. Þú getur haft samband við landsmiðstöð fyrir Europass í þínu landi eða landinu þar sem þú hefur hug á að vinna eða læra.

Ég er blind(ur) eða sjónskert(ur). Get ég notað Europass-ferilskrána?

Já, þegar Europass-verkfærin voru þróuð var sérstaklega gætt að þörfum sjónskertra og blindra. Europass styður hjálpartækni og veitir fólki með slíkar þarfir aðra aðferðarmöguleika.

Get ég notað eða afritað upplýsingarnar á Europass-vefsetrinu?

Þér er heimilt að nota upplýsingarnar á Europass-vefsetrinu ef þú getur um heimildina (© Evrópusambandið).

Getur Europass hjálpað mér við að fá færni mína og menntun og hæfi viðurkennd?

Europass getur hjálpað þér að koma færni þinni, menntun, hæfi og reynslu á framfæri á skýran og samkvæman hátt. Að nota Europass skapar engan sjálfkrafa rétt á viðurkenningu á færni, menntun og hæfi, né heldur önnur réttindi. Europass-prófíllinn og Europass-skjöl, s.s. Viðauki með prófskírteini, Mat og viðurkenning á starfsmenntun og Europass-starfsmenntavegabréfið geta komið að gagni við að útskýra færni þína, menntun og hæfi fyrir vinnuveitendum, mennta- og starfsmenntastofnunum og öðrum aðilum.

Ég er ekki evrópskur ríkisborgari. Get ég notað Europass?

Já, Europass er ókeypis safn netlægra verkfæra og upplýsinga sem öllum er frjálst að nota, óháð ríkisfangi eða búsetulandi.

Hvað er gagnaskrá um menntun og hæfi (e. Qualifications Dataset Register, QDR)?

Landsyfirvöld geta útbúið og birt hæfis-, faggildingar- og námstækifæri í Europass á grundvelli gagnaskrár um menntun og hæfi (QDR). QDR er verkfæri sem framkvæmdastjórnin hefur þróað til að styðja innlend yfirvöld við að birta gögn sín sem „tengd opin gögn“sem hægt er að birta, tengja og nota með auðveldari hætti.

Hvað er viðurkenning (e. accreditation)?

Viðurkenning í samhengi Europass er gæðatrygging eða leyfi stofnunar eða hæfisvottorð. Viðurkenningartilvik innan Europass má nota til að tilgreina upplýsingar um tvenns konar viðurkenningu.

  • Leyfisveiting stofnunar: gæðatrygging og/eða leyfi á stofnanastigi. Það felur í sér leyfi stofnunarinnar til að starfa (t.d. til útgáfu hæfisvottorðs) og er veitt af opinberum yfirvöldum eða fulltrúum þeirra.
  • Áætlunar-/hæfisviðurkenning: heimild til að leggja fram sérstaka áætlun eða hæfisvottorð. Lýsir málsmeðferð við leyfisveitingu sem beitt er á vettvangi einnar eða fleiri áætlana/hæfisvottorða. Það felur í sér leyfi fyrir stofnun til að veita sérstakar áætlanir/hæfisvottorð og er veitt af opinberum yfirvöldum eða fulltrúum þeirra.
Hvað er ESCO og hvernig er það notað í Europass?

ESCO (European Skills, Competences, Qualifications and Occupations) er evrópska fjöltyngda flokkunin yfir færni, hæfni og störf. ESCO virkar eins og orðabók sem lýsir, auðkennir og flokkar þær starfsgreinar og þá færni sem skiptir máli fyrir vinnumarkað ESB og menntun og þjálfun.   

ESCO veitir lýsingar á 2942 störfum og 13.485 tegundum færni sem tengjast þessum störfum og þýddar eru á 27 tungumál (öll opinber tungumál ESB auk íslensku, norsku og arabísku).  

Europass notar ESCO á þrjá vegu:  
1) Notendur Europass eru með fyrirfram skilgreindan lista yfir störf sem þeir geta valið úr í starfsreynsluhlutanum á prófílnum sínum eða í ferilskránni sinni.  
2) ESCO veitir einnig fulla lýsingu á störfum þegar þú velur að smella á "auga" táknið. Þú getur síðan smellt á „Frekari upplýsingar“ hnappinn, sem mun vísa þér á allar upplýsingar um tiltekið starf.

Að Nota Europass

Hvernig skrái ég mig á Europass?

Til að geta skráð þig á Europass verðurðu fyrst að ganga frá „ESB-innskráningu“, sem er notendaþjónusta framkvæmdastjórnar ESB. „ESB-innskráning“ felst í því að þú gefur upp tölvupóstfang og býrð til aðgangsorð. Síðan færðu tölvupóst með krækju sem gerir þér kleift að ljúka innskráningarferlinu. Eftir það geturðu byrjað að nota Europass sem skráður notandi. Skráðir notendur hafa óheftan aðgang að öllum Europass-verkfærunum, þ.m.t. prófílnum, skjalasafni og tillögum um störf og námskeið.

Hvað geri ég ef ég gleymi aðgangsorðinu fyrir ESB-innskráningu?

Við ráðleggjum þér að smella bara á „Gleymt aðgangsorð?“ á innskráningarsíðunni. Athugaðu að þú getur ekki endurstillt aðgangsorðið ef reikningurinn er læstur. En þá getur ESB-innskráningarhjálpin aðstoðað þig. Lýsing á öllu ferlinu er að finna á ESB-innskráningarsíðunni.

Er hægt að nota Europass með farandtækjum?

Já, þú getur notað Europass á spjaldtölvum og snjallsímum, með ólíkum vöfrum og gluggastærðum með mismunandi skerpu.

Europass birtist ekki rétt í vafranum mínum. Hvað er til ráða?

Uppfærðu vafrann eða hugleiddu að nota annan, t.d. nýlega útgáfu af Firefox, Chrome eða Internet explorer. Ef vandinn hverfur ekki skaltu hafa samband við Europass-teymið.

Hvaða tungumál er hægt að nota á Europass?

Europass er tiltækt á tungumálum þeirra landa sem taka þátt í Europass:

  • Búlgörsku
  • Króatísku
  • Tékkísku
  • Dönsku
  • Hollensku
  • Ensku
  • Eistnesku
  • Finnsku
  • Frönsku
  • Þýsku
  • Grísku
  • Ungversku
  • Íslensku
  • Írsku
  • Ítölsku
  • Lettnesku
  • Lithásku
  • Makedónsku
  • Maltnesku
  • Norsku
  • Pólsku
  • Portúgölsku
  • Rúmensku
  • Serbnesku
  • Slóvakísku
  • Slóvensku
  • Spænsku
  • Svartfellska
  • Sænsku
  • Tyrknesku
  • úkraínska
Hvernig get ég fengið tillögur um störf og námskeið?

Europass býður upp á tillögur að störfum og námskeiðum með því að tengja þær við þá færni og þau áhugamál sem þú hefur gefið upp á prófílnum þínum og „færnin mín“ eða „áhugamálin mín“ verkfærin.

  • Veldu valkostinn „Stillingar“ undir „Ég“ hnappinum.
  • Smelltu á „Sérsníða tillögustillingar“.
  • Í „Stjórna tillögum“, smelltu á breyta.

Stilltu hnappinn hægra megin á KVEIKT til að geta fengið tillögur um störf og námskeið. Þú munt geta séð sérsniðnar tillögur á Europass-mælaborðinu þínu.

Ekki gleyma að vista breytingarnar!

Ég deildi Europass upplýsingunum mínum í gegnum tengil. Hvernig get ég afvirkjað þennan tengil?
  • Skráðu þig inn á Europass-reikninginn þinn
  • Farðu á „virknistraumur“ hlutann undir „Ég“ hnappinum.
  • Smelltu á breyta (táknið hægra megin sem er í laginu eins og penni) á tenglinum sem um ræðir.
  • Veldu „afbirta tengil“ til að afvirkja þennan tengil
Er til skrá yfir öll þau skipti sem Europass átti við tæknileg vandamál að stríða?

Já, ef þú gast ekki notað Europass vegna óstöðugleika geturðu skoðað villuskrársíðuna (Error Log Page) til að fá upplýsingar. Þar eru skráðar dagsetningar og tímar þegar Europass var óaðgengilegt að hluta eða öllu leyti vegna fyrirhugaðs tæknilegs viðhalds eða óvæntra tæknilegra vandamála.

Ferilskráar-og fylgibréfsritill Europass

Ég get ekki bætt mynd í Europass-ferilskrána mína.

Athugaðu hvort þú hafir hlaðið myndinni upp á réttu skráarsniði: PNG, JPG.

Ef svo er skaltu ganga úr skugga um að skráarstærðin sé undir 20 MB.

Á hvaða skráarsniði get ég vistað Europass-ferilskrána mína?

Eins og er geturðu vistað Europass-ferilskrána sem Europass-PDF.

Hvar get ég vistað Europass-ferilskrána mína?

Þú getur vistað Europass-ferilskrána á eftirfarandi máta:

  • Í Europass-skjalasafninu þínu (aðeins fyrir skráða notendur)
  • Hlaðið henni niður í staðbundið tæki (borðtölvu eða farandtæki)
Hvernig get ég uppfært Europass-ferilskrána mína á netinu?

Ef þú ert skráður notandi geturðu geymt Europass-ferilskrána í Europass-skjalasafninu þínu og gert breytingar á henni hvenær sem er. Ef þú ert gestanotandi geturðu flutt Europass-ferilskrána þína inn í netritilinn, gert allar nauðsynlegar breytingar og hlaðið ferilskránni síðan aftur niður.

Get ég sniðið Europass-ferilskrána að mínum þörfum?

Með Europass-ferilskráarritlinum geturðu bætt við, fjarlægt og breytt hlutum ferilskrárinnar að vild. Suma hluta hennar, s.s. „Starfsreynsla“ og „Menntun og þjálfun“ má færa til, breyta eða fjarlægja. Þú getur líka búið til sérstaka hluta með heitum sem þú velur, í samræmi við þínar þarfir og reynslu.

Þegar þú hefur lokið við að fylla út þá hluta sem þú vilt nota geturðu valið hentugt skráarútlit úr lista með ólíkum sniðmátum. Þannig má aðlaga útlit og yfirbragð hverrar ferilskráar að einstökum umsóknum.

Ég hef týnt Europass-ferilskránni minni. Hvað er til ráða?

Ef þú ert gestanotandi eru upplýsingarnar sem þú færir inn í Europass-prófílinn tiltækar í 48 klst. frá síðasta innliti.

Ef þú ert skráður notandi eru upplýsingarnar þínar vistaðar lengur og þú getur vistað Europass-ferilskrár og -fylgibréf í skjalasafninu þínu.

Get ég búið til mismunandi útgáfur af Europass-ferilskránni?

Þú getur búið til mismunandi útgáfur af Europass-ferilskránni. Þú getur líka nýtt þér hin ólíku útlitssniðmát sem í boði eru. Skráðir notendur geta geymt mismunandi útgáfur í Europass-skjalasafninu sínu. Gestanotendur geta hlaðið niður mismunandi útgáfum af Europass-ferilskránni og fært þær upp við síðari tækifæri.