Færniupplýsingar og Europass

Europass hyggst í framtíðinni bjóða tímaréttar og nákvæmar upplýsingar um færni og þróun á vinnumarkaði í löndum EES, atvinnugeirum og starfsgreinum. Upplýsingar verða túlkaðar með skilmerkilegum hætti og settar fram á heildrænan og notendavænan hátt, svo að nýja Europass-gáttin geti séð notendum fyrir gagnlegum færniupplýsingum.

Hvað eru færniupplýsingar?

Upplýsingar um þróun og eftirspurn á vinnumarkaðnum geta komið að góðu gagni við náms- og starfsráðgjöf, ráðningar, í sambandi við framboð á menntun og þjálfun og starfsferilsáform.

Stefnumótendur á vettvangi Sambandsins sem og á lands- og svæðisbundnum vettvangi, rannsóknasamfélagið, vinnumiðlanir, náms- og starfsráðgjafar, fræðslu- og þjálfunaraðilar, atvinnurekendur og jafnvel einstaklingar (þ.e. ungt fólk, atvinnuleitendur og aðrir sem standa frammi fyrir framtíðarákvörðunum) geta allir haft hag af upplýsingum um færni.

 

stig

Hvers vegna að bjóða færniupplýsingar á Europass?

Í ákvörðuninni um Europass kemur fram að Europass-netvangurinn skuli hafa að bjóða gögn eða tengla á gögn um færniupplýsingar sem verða til í viðeigandi aðgerðum og stofnunum á vettvangi Sambandsins innan valdsviðs þeirra.

Knúið var á um endurnýjun Europass þar eð brýnt var að tryggja nothæfi Europass í ljósi aukinnar stafvæðingar og breyttra vinnuaðferða við ráðningar og í störfum og námi. Í ákvörðuninni um Europass kemur fram að framkvæmdastjórnin skuli þróa Europass í samræmi við þarfir notenda og tæknilegar framfarir sem og breyttar aðstæður á vinnumarkaði og breytingar í framboði á fræðslu og þjálfun.

Europass þarf því að móta samfara nýrri þróun og þörfum til að tryggja að verkfæri og upplýsingar á Europass séu viðeigandi og í takt við tímana og gagnist þannig einstaklingum þegar þeir leita að starfi eða taka ákvarðanir um nám eða störf.

Einn þáttur í áframhaldandi þróun á nýju umgjörðinni um Europass felst í samstarfi framkvæmdastjórnarinnar og aðildarríkjanna, hagsmunaaðila og sérfræðinga og síðast ekki síst Cedefop, sem ætlað er að kanna hvernig nota megi færniupplýsingar til að auka og bæta upplýsingagjöf Europass. Búist er við að þessi vinna hefjist í ár (2020).

Aðrar aðgerðir ESB á sviði færniupplýsinga

Færnivíðsjáin (Skills Panorama) er netvangur með færniupplýsingum í evrópsku samhengi og veitir einstakan aðgang að upplýsingum um færniþarfir og vinnumarkaði í ESB. Markmiðið með víðsjánni er að hjálpa notendum að taka upplýstar ákvarðanir í sambandi við menntun, þjálfun og atvinnu.