Europass starfsmenntavegabréf er skjal sem staðfestir þekkingu og færni sem handhafi hefur aflað sér í öðru Evrópulandi.

 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinnur að því að þróa stoðkerfið fyrir Europass-rafskilríki (Europass Digital Credentials Infrastructure, EDCI) til að stuðla að skilvirkni og treysta öryggi að því er varðar viðurkenningu skilríkja í Evrópu, s.s. prófvottorða og annars námsárangurs.

Hvað er Europass-færnivegabréfið?

Europass-færnivegabréfið var verkfæri sem bauðst á Europass fram til ársloka 2019. Með því var hægt að búa um safn skjala í einni einstakri skrá. Europass-færnivegabréfið er ekki lengur í boði en aftur á móti geta skráðir Europass-notendur deilt skjölum úr Europass-skjalasafninu sínu.

Hvernig lýsi ég stafrænni færni minni?

Í Europass-prófílnum geturðu tekið saman og flokkað stafræna færni sem þú hefur tileinkað þér. Þú getur búið til lista yfir alla stafræna færni þína, þ.m.t. verkfæri og hugbúnað sem þú kannt að nota og einnig verkefni eða árangur sem þú ert stolt(ur) af. Þú getur lýst verkfærunum sem þú notar í vinnunni eða við námið, og sömuleiðis tólum sem þú notar í frístundum (t.d. samfélagsmiðlar, blogg, leikir). Þú getur skipt færni upp í ólíka flokka, t.d. búið til flokk með stafrænum tólum sem þú notar við hönnun eða fyrir stafræna færni sem þú notar í starfi þínu eða jafnvel gert lista yfir stafræna færni sem þig langar til að tileinka þér.

Hvernig metur maður tungumálafærni sína?

Þú getur metið tungumálafærni þína í Europass-prófílnum. Sjálfsmat á færni merkir að þú ígrundar færni þína og gefur lýsingu á því hve langt kunnáttan nær. Þú fyllir út einfalda sjálfsmatstöflu í Europass-prófílnum til að lýsa tungumálafærni þinni. Þú skoðar hverja lýsingu í sjálfsmatsverkfærinu og velur stigið sem þér finnst best lýsa færni þinni að því er varðar hlustun, lestur, töluð samskipti, framsetningu í töluðu og skrifuðu máli, á hvaða tungumáli sem er. Þú geymir tungumálaskírteinin líka í Europass-skjalasafninu. Sjálfsmatstólið byggir á samevrópska tungumálarammanum.

Þú getur deilt sjálfsmatstöflunni úr Europass-prófílnum með öðrum, s.s. vinnuveitendum og mennta- eða starfsmenntastofnunum.

Hvað varð um Europass-tungumálavegabréfið?

Europass-tungumálavegabréfið var eitt af Europass-skjalasniðmátunum frá árinu 2004. Það var sjálfsmatsverkfæri til að meta tungumálafærni og -hæfni.

Í núverandi Europass hefur tungumálavegabréfið verið samþætt Europass-prófílnum. Það er sá hluti sem nefnist tungumálafærni. Þú getur ennþá metið tungumálafærni þína út frá samevrópska tungumálarammanum og deilt niðurstöðunum með vinnuveitendum eða menntastofnunum eftir þörfum.

Hvað er Viðauki með prófskírteini?

Viðauki með prófskírteini getur hjálpað þér að lýsa háskólamenntun þinni með skýrum og samræmdum hætti.

Hvað er Mat og viðurkenning á starfsmenntun?

Mat og viðurkenning á starfsmenntun getur hjálpað þér að lýsa starfsmenntun þinni með skýrum og samræmdum hætti.

Subscribe to