Europass getur hjálpað þér að koma færni þinni, menntun, hæfi og reynslu á framfæri á skýran og samkvæman hátt. Að nota Europass skapar engan sjálfkrafa rétt á viðurkenningu á færni, menntun og hæfi, né heldur önnur réttindi. Europass-prófíllinn og Europass-skjöl, s.s. Viðauki með prófskírteini, Mat og viðurkenning á starfsmenntun og Europass-starfsmenntavegabréfið geta komið að gagni við að útskýra færni þína, menntun og hæfi fyrir vinnuveitendum, mennta- og starfsmenntastofnunum og öðrum aðilum.