Hvar get ég vistað Europass-ferilskrána mína?

Þú getur vistað Europass-ferilskrána á eftirfarandi máta:

  • Í Europass-skjalasafninu þínu (aðeins fyrir skráða notendur)
  • Hlaðið henni niður í staðbundið tæki (borðtölvu eða farandtæki)

Á hvaða skráarsniði get ég vistað Europass-ferilskrána mína?

Eins og er geturðu vistað Europass-ferilskrána sem Europass-PDF.

Ég get ekki bætt mynd í Europass-ferilskrána mína.

Athugaðu hvort þú hafir hlaðið myndinni upp á réttu skráarsniði: PNG, JPG.

Ef svo er skaltu ganga úr skugga um að skráarstærðin sé undir 20 MB.

Ég er ekki evrópskur ríkisborgari. Get ég notað Europass?

Já, Europass er ókeypis safn netlægra verkfæra og upplýsinga sem öllum er frjálst að nota, óháð ríkisfangi eða búsetulandi.

Getur Europass hjálpað mér við að fá færni mína og menntun og hæfi viðurkennd?

Europass getur hjálpað þér að koma færni þinni, menntun, hæfi og reynslu á framfæri á skýran og samkvæman hátt. Að nota Europass skapar engan sjálfkrafa rétt á viðurkenningu á færni, menntun og hæfi, né heldur önnur réttindi. Europass-prófíllinn og Europass-skjöl, s.s. Viðauki með prófskírteini, Mat og viðurkenning á starfsmenntun og Europass-starfsmenntavegabréfið geta komið að gagni við að útskýra færni þína, menntun og hæfi fyrir vinnuveitendum, mennta- og starfsmenntastofnunum og öðrum aðilum.

Get ég notað eða afritað upplýsingarnar á Europass-vefsetrinu?

Þér er heimilt að nota upplýsingarnar á Europass-vefsetrinu ef þú getur um heimildina (© Evrópusambandið).

Ég er blind(ur) eða sjónskert(ur). Get ég notað Europass-ferilskrána?

Já, þegar Europass-verkfærin voru þróuð var sérstaklega gætt að þörfum sjónskertra og blindra. Europass styður hjálpartækni og veitir fólki með slíkar þarfir aðra aðferðarmöguleika.

Hvað eru landsmiðstöðvar fyrir Europass?

Í þeim löndum sem taka þátt í Europass samræmir landsmiðstöð fyrir Europass alla starfsemi í tengslum við Europass. Það er fyrsti tengiliður fyrir einstaklinga eða stofnanir sem hafa hug á að nota eða læra meira um Europass. Þú getur haft samband við landsmiðstöð fyrir Europass í þínu landi eða landinu þar sem þú hefur hug á að vinna eða læra.

Hvernig fæ ég aðstoð í mínu landi?

Upplýsingar um þjónustu og aðstoð í hinum ýmsu löndum má nálgast á Europass-síðunum Nám í Evrópu og Vinna í Evrópu. Veldu af listanum landið sem þú hefur í huga.;

Frekari upplýsingar um Europass fást með því að hafa samband við landsmiðstöð fyrir Europass í þínu landi.

Hvernig kemst ég að því hvernig menntun mín flokkast samkvæmt Evrópska viðmiðarammanum um menntun og hæfi (EQF-þrepið)?

Upplýsingar um EQF-þrepið gætu verið til staðar í skjölum þínum um menntun og hæfi (prófvottorði, skírteini, afritum) eða þú getur beðið stofnunina þar sem þú stundaðir nám um þessar upplýsingar.

Subscribe to