Með Europass-ferilskráarritlinum geturðu bætt við, fjarlægt og breytt hlutum ferilskrárinnar að vild. Suma hluta hennar, s.s. „Starfsreynsla“ og „Menntun og þjálfun“ má færa til, breyta eða fjarlægja. Þú getur líka búið til sérstaka hluta með heitum sem þú velur, í samræmi við þínar þarfir og reynslu.
Þegar þú hefur lokið við að fylla út þá hluta sem þú vilt nota geturðu valið hentugt skráarútlit úr lista með ólíkum sniðmátum. Þannig má aðlaga útlit og yfirbragð hverrar ferilskráar að einstökum umsóknum.