Geturðu útskýrt hvaða verkfæri Europass hefur að bjóða?

Ef þú skráir þig á Europass hefurðu aðgang að öllum eftirtöldum verkfærum:

  • Europass-prófíll – ókeypis og persónulegt netrými til að skrá færni þína, menntun og hæfi og reynslu.
  • Europass-skjalasafn – þú getur geymt, deilt og komið skipulagi á skjölin þín;
  • Áhugamál mín – þú getur ígrundað og skilgreint það sem þú hefur áhuga á að læra eða starfa við;
  • Færni mín – skoðað yfirlit yfir færni þína í prófílnum þínum;
  • Netritill – þú getur búið til mismunandi ferilskrár og fylgibréf með ólíkum umsóknum;
  • Leit að störfum og námskeiðum – þú hefur aðgang að umfangsmiklu gagnasafni um störf og námskeið vítt og breitt um Evrópu.

Jafnvel þótt þú sért ekki skráð(ur) geturðu notað sum verkfæranna, s.s. netritilinn og leitartólið til að leita að störfum og námskeiðum.

Af hverju ætti ég að nota Europass?

Europass hefur að bjóða verkfæri sem hjálpa þér að halda skrá yfir færni þína, menntun og reynslu, leita að nýjum störfum og námskeiðum og gera umsóknir.

Europass veitir þér viðeigandi upplýsingar og gefur tengla á viðurkenndar, evrópskar og innlendar heimildir svo að þú getir tekið upplýstar ákvarðanir varðandi starfsferilinn.

Þú getur skráð þig inn til að búa til eigin Europass-prófíl og nýta þér öll þau verkfæri og upplýsingar sem tiltæk eru á Europass.

Hvað er Europass?

Europass eru ókeypis, netlæg verkfæri og upplýsingar sem hjálpa þér með hvert skref á starfs- og námsferlinum. Verkfærin og upplýsingarnar hjálpa þér að koma færni þinni, menntun og hæfi og reynslu á framfæri í Evrópu með skýrum og samræmdum hætti. Europass var þróað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Það eru ótal möguleikar á að finna vinnu og ný atvinnutækifæri í Evrópu. Europass getur hjálpað þér til að skipuleggja starfsferil þinn, öðlast nýja færni og finna rétta tækifærið.
Það eru ótal möguleikar á að læra og finna ný tækifæri til náms í Evrópu. Europass getur hjálpað þér að skipuleggja nám þitt og finna rétta tækifærið til að þróa kunnáttu þína og færni.
Subscribe to