Europass er virkt í meira en 30 löndum. Veldu úr listanum hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar um störf í hinum ýmsu löndum. 

Í þeim löndum sem taka þátt í Europass samræmir landsmiðstöð fyrir Europass alla starfsemi í tengslum við Europass. Það er fyrsti tengiliður fyrir einstaklinga eða stofnanir sem hafa hug á að nota eða læra meira um Europass. 

Innlendir og evrópskir aðilar sem veita gagnlegar upplýsingar um vinnu í Króatíu

Hvað er „Færni mín“?

„Færni mín“ er sá hluti Europass sem veitir þér yfirsýn yfir færni þína á grundvelli upplýsinganna sem þú færir inn í prófílinn. Upplýsingarnar í „Færni mín“ eru notaðar til að gera þér sérsniðnar tillögur um störf og námskeið.

Hvernig útbý ég Europass-prófíl?

Europass-prófíllinn er persónulegur prófíll. Farðu á heimasíðuna og smelltu á hnappinn „Búa til Europass“. Þér verður leiðbeint skref fyrir skref við að búa til þinn eigin Europass-prófíl. Þegar þú ert búin(n) að gera grunnprófíl (menntun og þjálfun, starfsreynsla, tungumálafærni, stafræn færni) geturðu síðan uppfært hann og slegið inn aðrar upplýsingar sem þú vilt skrá, s.s. verkefni, árangur og aðra færni.

Ef þú skráir þig á Europass geturðu bætt inn fleiri hlutum og búið til ítarlegri prófíl þar sem færni þín, menntun og hæfi og reynsla eru skráð öll á einum stað.

Ef þú skráir þig ekki geturðu ekki geymt prófíl án tímatakmarkana eða fengið aðgang að verkfærum á borð við Skjalasafnið mitt eða Færni mín.

Hvað er Europass-prófíll?

Europass-prófíllinn er persónulegt, netrými þar sem þú færir inn alla færni sem þú hefur aflað þér, nám, starfsreynslu, og annan árangur og upplýsingar. Hann er svæði þar sem þú hefur tiltækar og getur skipulagt allar upplýsingar þínar. Prófíllinn gerir þér kleift að skrá alla færni þína og reynslu og hafa samantekna á einum stað. Þú getur notað upplýsingarnar í Europass-prófílnum til að búa til ferilskrár fyrir tiltekin störf eða námskeið sem þú sækir um.

Hvað kostar Europass?

Europass er ókeypis safn netlægra verkfæra og upplýsinga í boði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Því fylgir enginn dulinn kostnaður eða aukagjöld. Vinsamlega athugaðu að þú getur ekki keypt ferilskrá eða þjónustu hjá Europass. Öll þjónusta sem býðst á Europass er gjaldfrjáls og þú verður aldrei beðin(n) um að gefa upp bankaupplýsingar eða inna af hendi greiðslur. Ef þú hefur fengið slíkar beiðnir ertu vinsamlega beðin(n) um að hafa samband við viðkomandi innlend yfirvöld.

Geturðu útskýrt hvaða verkfæri Europass hefur að bjóða?

Ef þú skráir þig á Europass hefurðu aðgang að öllum eftirtöldum verkfærum:

  • Europass-prófíll – ókeypis og persónulegt netrými til að skrá færni þína, menntun og hæfi og reynslu.
  • Europass-skjalasafn – þú getur geymt, deilt og komið skipulagi á skjölin þín;
  • Áhugamál mín – þú getur ígrundað og skilgreint það sem þú hefur áhuga á að læra eða starfa við;
  • Færni mín – skoðað yfirlit yfir færni þína í prófílnum þínum;
  • Netritill – þú getur búið til mismunandi ferilskrár og fylgibréf með ólíkum umsóknum;
  • Leit að störfum og námskeiðum – þú hefur aðgang að umfangsmiklu gagnasafni um störf og námskeið vítt og breitt um Evrópu.

Jafnvel þótt þú sért ekki skráð(ur) geturðu notað sum verkfæranna, s.s. netritilinn og leitartólið til að leita að störfum og námskeiðum.

Af hverju ætti ég að nota Europass?

Europass hefur að bjóða verkfæri sem hjálpa þér að halda skrá yfir færni þína, menntun og reynslu, leita að nýjum störfum og námskeiðum og gera umsóknir.

Europass veitir þér viðeigandi upplýsingar og gefur tengla á viðurkenndar, evrópskar og innlendar heimildir svo að þú getir tekið upplýstar ákvarðanir varðandi starfsferilinn.

Þú getur skráð þig inn til að búa til eigin Europass-prófíl og nýta þér öll þau verkfæri og upplýsingar sem tiltæk eru á Europass.

Hvað er Europass?

Europass eru ókeypis, netlæg verkfæri og upplýsingar sem hjálpa þér með hvert skref á starfs- og námsferlinum. Verkfærin og upplýsingarnar hjálpa þér að koma færni þinni, menntun og hæfi og reynslu á framfæri í Evrópu með skýrum og samræmdum hætti. Europass var þróað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Subscribe to