Viðurkenning á færni og menntun og hæfi er lykilatriði þegar kemur að því að styðja hreyfanleika og tækifæri allra til náms og starfa hvar sem er á EES-svæðinu.
Þjónustan sem býðst á Europass kemur að góðum notum fyrir mannauðssérfræðinga, ráðningaraðila og náms- og starfsráðgjafa sem þurfa aðgang að áreiðanlegum verkfærum og upplýsingum til að átta sig á kunnáttu og hæfi starfsumsækjenda.
Ef þú vilt hefja nám, vinna eða bjóða þig fram sem sjálfboðaliði þarftu oft að láta vinnuveitendum, menntastofnunum og öðrum aðilum í té sönnun á menntun þinni og hæfi og öðrum árangri. Þetta getur verið vafstursamt, ekki síst ef þú vilt flytja til annars lands til að öðlast nýja reynslu.
Europass-rafskilríki eru auðveld og skilvirk aðferð til að taka á móti og deila stafrænum prófvottorðum og skírteinum frá mennta- og starfsmenntastofnunum.