Viðurkenning á færni og menntun og hæfi er lykilatriði þegar kemur að því að styðja hreyfanleika og tækifæri allra til náms og starfa hvar sem er á EES-svæðinu.

Þjónustan sem býðst á Europass kemur að góðum notum fyrir mannauðssérfræðinga, ráðningaraðila og náms- og starfsráðgjafa sem þurfa aðgang að áreiðanlegum verkfærum og upplýsingum til að átta sig á kunnáttu og hæfi starfsumsækjenda.

Á Europass má sækja gagnlega þjónustu sem nýtist nemendum og brautskráðum, sem og mennta- og starfsmenntastofnunum í Evrópu. Europass-netvangurinn er starfræktur á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og hefur að geyma ókeypis, netlæg verkfæri og upplýsingar um ævimenntun og þróun starfsferils.
Europass sér náms- og starfsráðgjöfum fyrir margmála verkfærum og gagnlegum upplýsingum til að aðstoða fólk með náms- og starfsferil.
Markmið ESB með Evrópska viðmiðarammanum um menntun og hæfi (e. European Qualifications Framework, EQF) var að búa til verkfæri sem auðveldaði fólki að átta sig á og bera saman menntun og hæfi mismunandi landa. EQF-rammanum er ætlað að styðja við hreyfanleika yfir landamæri meðal námsfólks og launafólks í Evrópu og efla nám alla ævi og þróun í starfi.
Það er forgangsmál hjá Europass að vernda persónuupplýsingar þínar. Europass kemur aldrei til með að deila, selja né nota persónuupplýsingar úr Europass prófílnum þínum. Það ert þú sem stjórnar því hver fær að sjá upplýsingarnar þínar og hve lengi.
Europass starfsmenntavegabréf er skjal sem getur hjálpað þér að sýna fram á kunnáttu sem þú aflaðir þér í slíkri dvöl, á einfaldan, skýran og auðskiljanlegan hátt.
Hefurðu aflað þér starfsmenntunar, t.d. með samningsbundnu námi eða starfsnámi? Með Mati og viðurkenningu á starfsmenntun geturðu sýnt fram á starfsmenntun þína á einfaldan og auðskilinn hátt hvar sem er í Evrópu.
Ertu nýbúin(n) að útskrifast? Ertu með menntun á háskólastigi, s.s. bachelors- eða meistaragráðu? Þá getur prófskírteinisviðaukinn komið að notum við að sýna fram á menntun þína annars staðar í Evrópu.

Ef þú vilt hefja nám, vinna eða bjóða þig fram sem sjálfboðaliði þarftu oft að láta vinnuveitendum, menntastofnunum og öðrum aðilum í té sönnun á menntun þinni og hæfi og öðrum árangri. Þetta getur verið vafstursamt, ekki síst ef þú vilt flytja til annars lands til að öðlast nýja reynslu.

Europass-rafskilríki eru auðveld og skilvirk aðferð til að taka á móti og deila stafrænum prófvottorðum og skírteinum frá mennta- og starfsmenntastofnunum.

Subscribe to