Ertu nýbúin(n) að útskrifast? Ertu með menntun á háskólastigi, s.s. bachelors- eða meistaragráðu? Þá getur prófskírteinisviðaukinn komið að notum við að sýna fram á menntun þína annars staðar í Evrópu.

Ef þú vilt hefja nám, vinna eða bjóða þig fram sem sjálfboðaliði þarftu oft að láta vinnuveitendum, menntastofnunum og öðrum aðilum í té sönnun á menntun þinni og hæfi og öðrum árangri. Þetta getur verið vafstursamt, ekki síst ef þú vilt flytja til annars lands til að öðlast nýja reynslu.

Europass-rafskilríki eru auðveld og skilvirk aðferð til að taka á móti og deila stafrænum prófvottorðum og skírteinum frá mennta- og starfsmenntastofnunum.

Sjálfboðastarf getur verið mjög gefandi reynsla og falið í sér tækifæri fyrir þig til að auka færni þína á ýmsum sviðum. Europass kemur að notum við að undirbúa sjálfboðaliðastörf og skrá fengna reynslu.

Hér er gátlisti með ráðum og upplýsingum sem auðveldar þér að fá menntun þína viðurkennda og undirbúa nám erlendis.

Settu upplýsingar um menntun þína og hæfi þannig fram að atvinnurekendur eða ráðningaraðilar hvar sem er í Evrópu eigi auðvelt með að gera sér grein fyrir í hverju kunnátta þín felst. Hér er gátlisti með ráðum og upplýsingum sem hjálpar þér til að búast til starfa erlendis.

Europass er virkt í meira en 30 löndum. Veldu úr listanum hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar um störf í hinum ýmsu löndum. 
Í þeim löndum sem taka þátt í Europass samræmir landsmiðstöð fyrir Europass alla starfsemi í tengslum við Europass. Það er fyrsti tengiliður fyrir einstaklinga eða stofnanir sem hafa hug á að nota eða læra meira um Europass. 
Innlendir og evrópskir aðilar sem veita gagnlegar upplýsingar um vinnu í Króatíu

Hvað er „Færni mín“?

„Færni mín“ er sá hluti Europass sem veitir þér yfirsýn yfir færni þína á grundvelli upplýsinganna sem þú færir inn í prófílinn. Upplýsingarnar í „Færni mín“ eru notaðar til að gera þér sérsniðnar tillögur um störf og námskeið.

Hvernig útbý ég Europass-prófíl?

Europass-prófíllinn er persónulegur prófíll. Farðu á heimasíðuna og smelltu á hnappinn „Búa til Europass“. Þér verður leiðbeint skref fyrir skref við að búa til þinn eigin Europass-prófíl. Þegar þú ert búin(n) að gera grunnprófíl (menntun og þjálfun, starfsreynsla, tungumálafærni, stafræn færni) geturðu síðan uppfært hann og slegið inn aðrar upplýsingar sem þú vilt skrá, s.s. verkefni, árangur og aðra færni.

Ef þú skráir þig á Europass geturðu bætt inn fleiri hlutum og búið til ítarlegri prófíl þar sem færni þín, menntun og hæfi og reynsla eru skráð öll á einum stað.

Ef þú skráir þig ekki geturðu ekki geymt prófíl án tímatakmarkana eða fengið aðgang að verkfærum á borð við Skjalasafnið mitt eða Færni mín.

Subscribe to