Europass fyrir náms- og starfsráðgjöf

Europass sér náms- og starfsráðgjöfum fyrir margmála verkfærum og gagnlegum upplýsingum til að aðstoða fólk með náms- og starfsferil.

Europass-netvangurinn, sem er starfræktur á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur að geyma ókeypis, netlæg verkfæri og upplýsingar um menntun alla ævi og þróun starfsferils. Þessi verkfæri og upplýsingar koma einstaklingum og náms- og starfsráðgjöfum að góðu gagni við stuðning og upplýsingagjöf til fólks sem hefur hug á námi, þjálfun, vinnu og sjálfboðastarfi í Evrópu.

Netlægur vettvangur sem þjónar persónulegum þroska og þróun í starfi.

Við skipulagningu náms og starfsferils er ekki aðeins þörf á náms- og starfsráðgjöfum heldur einnig nýjustu upplýsingum og verkfærum til að styðja fólk í ákvarðanatökum sínum.

Á Europass býðst safn netlægra verkfæra og upplýsinga sem hjálpar fólki við hvert fótmál á náms- og starfsferlinum. Nýi Europass-prófíllinn gerir notendum kleift að sýna, skrá og koma menntun sinni og hæfi, færni og hvers konar fenginni reynslu á framfæri. Hann aðstoðar fólk við að finna rétta starfið eða námskeiðið með því að stinga upp á tækifærum sem samsvara færni og reynslu viðkomandi einstaklings.  Hann hefur að bjóða ókeypis, netlæg verkfæri til ígrundunar, aðgang að upplýsingum og möguleika á að geyma og sýna stafræn skilríki.

Europass-vettvangurinn er hannaður til að veita aðgengilega þjónustu sem mætir þörfum ólíkra notendahópa (tiltæk á 30 evrópskum tungumálum).

 

Einfaldar samskipti skjólstæðings og náms- og starfsráðgjafa

Náms- og starfsráðgjafar og aðrir fagaðilar geta notað verkfæri og upplýsingar á Europass með skjólstæðingum sínum til að ná ýmiss konar markmiðum. Náms- og starfsráðgjafar geta unnið með skjólstæðingum sínum að því að fylla út Europass-prófílinn og búa til ítarlega mynd yfir menntun þeirra og hæfi, færni og áhugamál. Skjólstæðingarnir geta fengið sendar tillögur um námskeið og störf á grundvelli upplýsinganna í prófíl þeirra. Einnig geta þeir auðveldlega deilt upplýsingum úr prófílnum með náms- og starfsráðgjafa til að fá þá ráðgjöf sem þeir þurfa á að halda.

Á Europass er að finna upplýsingar um nám í Evrópu og vinnu í Evrópu sem geta komið í góðar þarfir þegar þú aðstoðar skjólstæðinga þína. Náms- og starfsráðgjafar geta einnig fundið nýjustu upplýsingar varðandi:

 

Á Europass er sömuleiðis að finna síður helgaðar einstökum löndum með upplýsingum um þjónustu, bæði landsbundna og á Evrópuvettvangi, upplýsingalindir og önnur net af því tagi, sem geta orðið skjólstæðingum að liði.

 

Markmiðið er að Europass verði leiðbeiningartæki í þágu ráðgjafar á sviði ævináms og geri fólki þannig auðveldara að finna tækifæri til atvinnu, náms og hreyfanleika. Europass er ókeypis verkfæri sem náms- og starfsráðgjafar geta notað með ólíkum notendahópum og þannig stuðlað að því allir séu með, taki þátt og hafi aðgang.

Woman pointing at a white board with sticky notes about learning and skills

Kynntu Europass-netvanginn meðal námsmanna, launþega, fólks í atvinnuleit og sjálfboðaliða

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins starfar með þátttökulöndum, hagsmunaaðilum og sérfræðingum víðs vegar í Evrópusambandinu að því að þróa og kynna Europass. Náms- og starfsráðgjafar gegna lykilhlutverki í því að nýta Europass til að aðstoða ólíka hópa og sýna möguleika Europass á að þjóna ólíkum þörfum. 

Hafðu samband ef þú vilt bregðast við eða hefur spurningar um Europass.