Hvernig vistar maður Europass-ferilskrána?

Þegar ferilskráargerðinni er lokið færðu tilkynningu um valkostina sem bjóðast:

Sem skráður notandi geturðu hlaðið henni niður í staðbundið tæki eða geymt hana í Europass-skjalasafninu þínu.

Sem gestanotandi geturðu hlaðið henni niður í staðbundið tæki.

Getur Europass þýtt Europass-ferilskrána og fylgibréfið?

Þú getur búið til Europass-prófíl, Europass-ferilskrá og fylgibréf á 29 tungumálum. Aftur á móti þýðir Europass ekki upplýsingar sem þú hefur þegar fært inn í prófílinn eða skjöl.

Get ég búið til mismunandi útgáfur af Europass-ferilskránni?

Þú getur búið til mismunandi útgáfur af Europass-ferilskránni. Þú getur líka nýtt þér hin ólíku útlitssniðmát sem í boði eru. Skráðir notendur geta geymt mismunandi útgáfur í Europass-skjalasafninu sínu. Gestanotendur geta hlaðið niður mismunandi útgáfum af Europass-ferilskránni og fært þær upp við síðari tækifæri.

Ég hef týnt Europass-ferilskránni minni. Hvað er til ráða?

Ef þú ert gestanotandi eru upplýsingarnar sem þú færir inn í Europass-prófílinn tiltækar í 48 klst. frá síðasta innliti.

Ef þú ert skráður notandi eru upplýsingarnar þínar vistaðar lengur og þú getur vistað Europass-ferilskrár og -fylgibréf í skjalasafninu þínu.

Get ég sniðið Europass-ferilskrána að mínum þörfum?

Með Europass-ferilskráarritlinum geturðu bætt við, fjarlægt og breytt hlutum ferilskrárinnar að vild. Suma hluta hennar, s.s. „Starfsreynsla“ og „Menntun og þjálfun“ má færa til, breyta eða fjarlægja. Þú getur líka búið til sérstaka hluta með heitum sem þú velur, í samræmi við þínar þarfir og reynslu.

Þegar þú hefur lokið við að fylla út þá hluta sem þú vilt nota geturðu valið hentugt skráarútlit úr lista með ólíkum sniðmátum. Þannig má aðlaga útlit og yfirbragð hverrar ferilskráar að einstökum umsóknum.

Hvernig get ég uppfært Europass-ferilskrána mína á netinu?

Ef þú ert skráður notandi geturðu geymt Europass-ferilskrána í Europass-skjalasafninu þínu og gert breytingar á henni hvenær sem er. Ef þú ert gestanotandi geturðu flutt Europass-ferilskrána þína inn í netritilinn, gert allar nauðsynlegar breytingar og hlaðið ferilskránni síðan aftur niður.

Hvar get ég vistað Europass-ferilskrána mína?

Þú getur vistað Europass-ferilskrána á eftirfarandi máta:

  • Í Europass-skjalasafninu þínu (aðeins fyrir skráða notendur)
  • Hlaðið henni niður í staðbundið tæki (borðtölvu eða farandtæki)

Á hvaða skráarsniði get ég vistað Europass-ferilskrána mína?

Eins og er geturðu vistað Europass-ferilskrána sem Europass-PDF.

Ég get ekki bætt mynd í Europass-ferilskrána mína.

Athugaðu hvort þú hafir hlaðið myndinni upp á réttu skráarsniði: PNG, JPG.

Ef svo er skaltu ganga úr skugga um að skráarstærðin sé undir 20 MB.

Ég er ekki evrópskur ríkisborgari. Get ég notað Europass?

Já, Europass er ókeypis safn netlægra verkfæra og upplýsinga sem öllum er frjálst að nota, óháð ríkisfangi eða búsetulandi.

Subscribe to