Hvað er evrópski viðmiðaramminn um menntun og hæfi (EQF-ramminn)?

Evrópski viðmiðaramminn um menntun og hæfi (European Qualification Framework, EQF-ramminn) er ESB-verkfæri sem auðveldar fólki að átta sig á menntun og hæfi þvert á landamæri og menntakerfi. EQF-ramminn gerir kleift að skilja menntun og hæfi, hvar svo sem hennar var aflað í Evrópu, út frá á einföldu, átta þrepa kerfi. Prófvottorðin þín, Viðauki með prófskírteini eða Mat og viðurkenning á starfsmenntun geta innihaldið upplýsingar um EQF. Þú getur látið upplýsingar um flokkun menntunar þinnar skv. EQF fylgja með í ferilskránni og umsóknum svo að vinnuveitendur eða menntastofnanir í öðrum löndum eigi auðveldara með að átta sig á menntun þinni og hæfi.