Hvað er samevrópski tungumálaramminn?

Samevrópskur viðmiðunarrammi tungumála (Common European Framework of Reference for Languages, CEFR) eru viðmið frá Evrópuráðinu notuð til að lýsa getu nemenda í erlendum tungumálum. CEFR-ramminn inniheldur grunnviðmið fyrir nám, kennslu og mat sem eiga við öll tungumál í Evrópu. CEFR-ramminn hefur að geyma sex viðmiðunarstig sem eru notuð vítt og breitt í Evrópu til fá mynd af tungumálakunnáttu. CEFR-sjálfsmatsramminn er tekinn upp í Europass-prófílnum til að auðvelda notendum að meta sjálfir tungumálafærni sína.