Frequently Asked Questions

Ferilskráar-og fylgibréfsritill Europass

Getur Europass þýtt Europass-ferilskrána og fylgibréfið?

Þú getur búið til Europass-prófíl, Europass-ferilskrá og fylgibréf á 29 tungumálum. Aftur á móti þýðir Europass ekki upplýsingar sem þú hefur þegar fært inn í prófílinn eða skjöl.

Hvernig vistar maður Europass-ferilskrána?

Þegar ferilskráargerðinni er lokið færðu tilkynningu um valkostina sem bjóðast:

Sem skráður notandi geturðu hlaðið henni niður í staðbundið tæki eða geymt hana í Europass-skjalasafninu þínu.

Sem gestanotandi geturðu hlaðið henni niður í staðbundið tæki.

Nýja Europass-kerfinu var hleypt af stokkunum í júlí 2020. Get ég haldið áfram að nota Europass-ferilskrár og fylgibréf frá því fyrir þennan tíma?

Ef þú bjóst til Europass-ferilskrá eða fylgibréf fyrir júlí 2020 geturðu flutt þessi skjöl inn í netritilinn til að gera breytingar á þeim. Og ef þú skráir þig geturðu búið til Europass-prófíl og geymt skjöl í Europass-skjalasafninu þínu, og þannig gengið að og deilt skjölunum þínum frá einum stað.

Hvernig er hægt að afbirta Europass-ferilskrána sem ég birti á EURES?

 

Til að afbirta Europass-ferilskrána frá EURES  þarftu að:

  • Skrá þig inn á Europass-reikninginn þinn.
  • Veldu „Afbirta ferilskrá mína á EURES“ undir „Reikningsstillingar“,
  • Smelltu á „Afbirta ferilskrá“ í sprettiglugganum sem birtist og spyr hvort þú sért viss um að þú viljir afbirta ferilskrá þína á EURES.
Hvernig get ég endurraðað helstu köflum í ferilskránni minni?

Þú getur endurraðað helstu köflum (menntun, starfsreynslu) eða undirköflum (einstök störf) handvirkt til að birta þær í þeirri röð sem þú kýst.

Til að færa heilan kafla:

  • Smelltu á bláu örvarnar sem þú sérð vinstra megin við viðkomandi kafla.

Til að færa atriði innan kafla:

  • Færðu músina til vinstri við viðkomandi atriði. Bendillinn þinn mun taka annað form (kross/plús). Síðan getur þú smellt á, haldið og fært það upp eða niður (draga og sleppa) eftir því hvar þú vilt setja það atriði.
Hvernig get ég bætt viðhengjum við Europass-ferilskrána mína?

Þú getur deilt skjölunum beint úr Europass-skjalasafninu eða bætt kafla við Europass-ferilskrána þína með tenglinum á skjöl úr Europass-skjalasafninu þínu.

Að deila skjölum úr Europass-skjalasafninu þínu sem skráður notandi:

  • Skref 1: Veldu skjalið/skjölin sem þú vilt deila með því að smella á gátreitinn (efst til vinstri í hverju skjali).
  • Skref 2: Veldu „Deila“ úr valkostunum.      
  • Skref 3: Þú getur valið að stilla hversu lengi fólk sem þú hefur deilt þessum tengli með getur skoðað skjölin þín í sprettiglugganum sem birtist.
  • Skref 4: Smelltu á „Búa til tengil“ hnappinn.

Þú munt fá einkvæman tengil sem þú getur deilt með þeim sem þú vilt.

Þú getur líka bætt þessum tengli við Europass-ferilskrána þína. 

Athugaðu að skjöl sem þú hleður upp í Europass-skjalasafnið verða ekki sjálfkrafa hluti af Europass-ferilskránni þinni.

Hvaða reiti eru skylt að fylla út í fylgibréfinu?

Til þess að búa til fylgibréfið þitt er nauðsynlegt að fylla út í eftirfarandi reiti:

  • tungumál fylgibréfsins.dagsetningasnið.
  • fornafn eða -nöfn.
  • eftirnafn eða -nöfn.efni.
  • opnunarorð (vinsamlegast fyllið út báða reitina, jafnvel þótt aðeins einn þeirra sé tilgreindur sem nauðsynlegur).
  • nafnið þitt (í „niðurlag“ hlutanum).

 

Ekki er nauðsynlegt að fylla út í hina reitina. Hins vegar, ef þú fyllir út símanúmerið, verður þú að bæta við landskóðanum. Að sama skapi, ef þú fyllir út heimilisfang verður þú að velja landið líka.

Hver er munurinn á Europass-prófíl og ferilskrá?

Europass-prófíllinn þinn er þitt persónulega netsvæði þar sem þú getur skráð alla færni þína, menntun, starfsreynslu, afrek og aðrar upplýsingar. 

Prófíllinn er svæði þar sem allt er innifalið til að skipuleggja upplýsingar þínar. Þú getur notað allar eða sumar upplýsingar úr Europass-prófílnum þínum til að búa til ferilskrár fyrir tiltekin störf eða námskeið sem þú gætir verið að sækja um, sem hjálpar þér að sérsníða ferilskrána þína að tilteknu starfi.

 

Með því að nota valkostinn Búa til ferilskrá er auðvelt að búa til eina eða fleiri ferilskrár úr Europass-prófílnum þínum. Þú getur notað hana til að sækja um atvinnu, menntun, þjálfun eða sjálfboðavinnu.

Með Europass-ferilskránni getur þú:

  • búið til og uppfært ferilskrána þína á 29 tungumálum.
  • valið úr ólíkum sniðmátum fyrir Europass-ferilskrár.
  • vistað ferilskrána í tækið þitt eða Europass-skjalasafnið.
  • deilt ferilskránni þinni með þriðja aðila.

Búa til Europass-Prófíl

Hvað er Europass-prófíll?

Europass-prófíllinn er persónulegt, netrými þar sem þú færir inn alla færni sem þú hefur aflað þér, nám, starfsreynslu, og annan árangur og upplýsingar. Hann er svæði þar sem þú hefur tiltækar og getur skipulagt allar upplýsingar þínar. Prófíllinn gerir þér kleift að skrá alla færni þína og reynslu og hafa samantekna á einum stað. Þú getur notað upplýsingarnar í Europass-prófílnum til að búa til ferilskrár fyrir tiltekin störf eða námskeið sem þú sækir um.

Hvernig útbý ég Europass-prófíl?

Europass-prófíllinn er persónulegur prófíll. Farðu á heimasíðuna og smelltu á hnappinn „Búa til Europass“. Þér verður leiðbeint skref fyrir skref við að búa til þinn eigin Europass-prófíl. Þegar þú ert búin(n) að gera grunnprófíl (menntun og þjálfun, starfsreynsla, tungumálafærni, stafræn færni) geturðu síðan uppfært hann og slegið inn aðrar upplýsingar sem þú vilt skrá, s.s. verkefni, árangur og aðra færni.

Ef þú skráir þig á Europass geturðu bætt inn fleiri hlutum og búið til ítarlegri prófíl þar sem færni þín, menntun og hæfi og reynsla eru skráð öll á einum stað.

Ef þú skráir þig ekki geturðu ekki geymt prófíl án tímatakmarkana eða fengið aðgang að verkfærum á borð við Skjalasafnið mitt eða Færni mín.

Hvað er „Færni mín“?

„Færni mín“ er sá hluti Europass sem veitir þér yfirsýn yfir færni þína á grundvelli upplýsinganna sem þú færir inn í prófílinn. Upplýsingarnar í „Færni mín“ eru notaðar til að gera þér sérsniðnar tillögur um störf og námskeið.

Hvað er „Skjalasafnið mitt“?

Europass-skjalasafnið þitt er ókeypis netrými tengt Europass-prófílnum þínum, þar sem þú getur geymt skrár sem tengjast starfsferli þínum og námi. Þú getur hlaðið upp og deilt Europass-ferilskrám, fylgibréfum, stafrænum skilríkjum, viðurkenningum, skírteinum, prófvottorðum og hvers konar öðrum viðkomandi skjölum. Geymdu aldrei skjöl sem innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar (t.d. aðgangsorð eða upplýsingar um bankareikning) í Europass-skjalasafninu þínu.

Hvað er „Áhugamál mín“?

„Áhugamál mín“ gefur skráðum notendum færi á að lýsa áhugamálum sínum og markmiðum í Europass. Þú getur valið saman lista yfir helstu markmið sem tengjast starfsferli þínum og námi eða öðrum tækifærum, svo sem sjálfboðastarfi eða ferðalögum. Þú getur líka gefið upp stað(i) sem þú kýst helst með því að velja viðkomandi borgir og lönd. Síðast en ekki síst geturðu gert lista yfir efni og færni sem þú mundir vilja læra meira um.  Upplýsingarnar í „Áhugamál mín“ eru notaðar til að gera þér sérsniðnar tillögur um störf og námskeið.

Að deila Europass-prófílnum

Europass-prófíllinn þinn er einkarými en þú getur sent vinnuveitendum, menntastofnunum eða náms- og starfsráðgjöfum krækju á hann til að fá aðstoð eða sem hluta af umsókn. Þú getur deilt öllum prófílnum eða valið sérstaka hluta hans til að deila. Þú getur deilt prófílnum í ákveðinn tíma og þú getur eytt krækjunni hvenær sem er, þannig að hann hættir að vera sýnilegur utanaðkomandi aðilum. Gakktu ávallt úr skugga um að þú vitir hver það er sem þú deilir prófílnum með og deildu aldrei viðkvæmum persónuupplýsingum.

Þarf ég að fylla út allan Europass-prófílinn í einu?

Nei, þú þarft ekki að fylla út allan Europass-prófílinn í einu innliti. Raunar kemur sjaldan fyrir að maður noti öll atriðin eða fylli út alla hluta í einu. Að búa til prófíl er áframhaldandi ferli og þú ættir að uppfæra hann í hvert sinn sem þú hefur lokið einhverju námi, aflað nýrrar starfsreynslu eða vilt skrá nýja færni sem þú hefur tileinkað þér.

Hvernig bý ég til Europass-prófíl á öðru tungumáli?

Þú getur haft Europass-prófílinn á 30 tungumálum. Þegar þú býrð prófílinn til geturðu valið tungumálið sem þú vilt hafa hann á.

Þarf ég að fylla út alla hluta Europass-prófílsins?

Europass-prófíllinn er persónulegt netrými þar sem þú getur haldið skrá yfir færni þína, menntun, hæfi og reynslu. Það nægir að fylla út tilskilda reiti (nafn og eftirnafn). Þú ræður því hvaða hluta þú vilt fylla út og þú getur bætt við nýjum hlutum með heiti sem þú velur til að lýsa færni, áröngrum og verkefnum. En það er mikilvægt að uppfæra Europass-prófílinn með nýrri færni, menntun, hæfi og reynslu sem þú aflar þér, svo að prófíllinn þinn sé alltaf dagréttur.

Hvers konar upplýsingar ætti ég að hafa í Europass-prófílnum?

Europass-prófíllinn er persónulegt netrými þar sem þú getur haldið skrá yfir færni þína, menntun, hæfi og reynslu. Þú getur skráð upplýsingar um alla færni sem þú hefur tileinkað þér og hvers konar árangur og verkefni – vinnutengd, að heiman, úr námi, sjálfboðastarfi og tómstundastörfum. Hafðu aldrei viðkvæmar persónuupplýsingar í prófílnum þínum, s.s. um heilsu þína, sannfæringar eða upplýsingar sem hafa ekkert með starfsferil þinn og nám að gera.

Hver hefur aðgang að Europass-prófílnum mínum?

Europass er þinn prófíll og enginn annar hefur aðgang að honum eða upplýsingunum þínum. Þú getur valið að deila prófílnum þínum (eða hlutum hans) með hverjum sem þú vilt. Til dæmis geturðu deilt prófílnum með vinnuveitanda sem hluta af starfsumsókn. Að auki geta skráðir notendur deilt krækju á prófílinn í tiltekinn tíma.

Get ég hlaðið upp myndum í Europass-prófílinn?

Já, þú getur hlaðið upp myndum, skrám eða bætt inn vídeókrækjum í viðeigandi hluta Europass-prófílsins. Þessi gögn vistast sjálfkrafa í Europass-skjalasafninu þínu ef þú er skráður notandi.

Hvaða upplýsingar get ég skoðað á „Ég“-síðunni í Europass?

„Ég“-síðan er gagnvirk birting á öllum upplýsingum þínum í Europass. Þaðan hefurðu aðgengi að nýjustu prófílútgáfunni þinni. Þú getur skoðað tillögur um störf og námskeið sem þú annaðhvort hafnar eða vistar sem uppáhöld. Þar geturðu líka komist í ferilskráar- og fylgibréfsritlana eða bætt nýjum upplýsingum í „Færni mín“ og „Áhugamál mín“. Þú getur sömuleiðis skoðað „Aðgerðir“, sem veitir yfirlit yfir allar nýjustu aðgerðir þínar á Europass, og „Stillingar“, þar sem þú getur stjórnað friðhelgistillingum.

Kynnast Europass

Hvað er Europass?

Europass eru ókeypis, netlæg verkfæri og upplýsingar sem hjálpa þér með hvert skref á starfs- og námsferlinum. Verkfærin og upplýsingarnar hjálpa þér að koma færni þinni, menntun og hæfi og reynslu á framfæri í Evrópu með skýrum og samræmdum hætti. Europass var þróað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Af hverju ætti ég að nota Europass?

Europass hefur að bjóða verkfæri sem hjálpa þér að halda skrá yfir færni þína, menntun og reynslu, leita að nýjum störfum og námskeiðum og gera umsóknir.

Europass veitir þér viðeigandi upplýsingar og gefur tengla á viðurkenndar, evrópskar og innlendar heimildir svo að þú getir tekið upplýstar ákvarðanir varðandi starfsferilinn.

Þú getur skráð þig inn til að búa til eigin Europass-prófíl og nýta þér öll þau verkfæri og upplýsingar sem tiltæk eru á Europass.

Geturðu útskýrt hvaða verkfæri Europass hefur að bjóða?

Ef þú skráir þig á Europass hefurðu aðgang að öllum eftirtöldum verkfærum:

  • Europass-prófíll – ókeypis og persónulegt netrými til að skrá færni þína, menntun og hæfi og reynslu.
  • Europass-skjalasafn – þú getur geymt, deilt og komið skipulagi á skjölin þín;
  • Áhugamál mín – þú getur ígrundað og skilgreint það sem þú hefur áhuga á að læra eða starfa við;
  • Færni mín – skoðað yfirlit yfir færni þína í prófílnum þínum;
  • Netritill – þú getur búið til mismunandi ferilskrár og fylgibréf með ólíkum umsóknum;
  • Leit að störfum og námskeiðum – þú hefur aðgang að umfangsmiklu gagnasafni um störf og námskeið vítt og breitt um Evrópu.

Jafnvel þótt þú sért ekki skráð(ur) geturðu notað sum verkfæranna, s.s. netritilinn og leitartólið til að leita að störfum og námskeiðum.

Hvað kostar Europass?

Europass er ókeypis safn netlægra verkfæra og upplýsinga í boði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Því fylgir enginn dulinn kostnaður eða aukagjöld. Vinsamlega athugaðu að þú getur ekki keypt ferilskrá eða þjónustu hjá Europass. Öll þjónusta sem býðst á Europass er gjaldfrjáls og þú verður aldrei beðin(n) um að gefa upp bankaupplýsingar eða inna af hendi greiðslur. Ef þú hefur fengið slíkar beiðnir ertu vinsamlega beðin(n) um að hafa samband við viðkomandi innlend yfirvöld.