Hvernig útbý ég Europass-prófíl?

Europass-prófíllinn er persónulegur prófíll. Farðu á heimasíðuna og smelltu á hnappinn „Búa til Europass“. Þér verður leiðbeint skref fyrir skref við að búa til þinn eigin Europass-prófíl. Þegar þú ert búin(n) að gera grunnprófíl (menntun og þjálfun, starfsreynsla, tungumálafærni, stafræn færni) geturðu síðan uppfært hann og slegið inn aðrar upplýsingar sem þú vilt skrá, s.s. verkefni, árangur og aðra færni.

Ef þú skráir þig á Europass geturðu bætt inn fleiri hlutum og búið til ítarlegri prófíl þar sem færni þín, menntun og hæfi og reynsla eru skráð öll á einum stað.

Ef þú skráir þig ekki geturðu ekki geymt prófíl án tímatakmarkana eða fengið aðgang að verkfærum á borð við Skjalasafnið mitt eða Færni mín.